Katr­ín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herr­a, seg­ir sjáv­ar­út­vegs­ráð­herr­a njót­a trausts henn­ar og að rík­is­stjórn­in fari ekki fram á að hann víki á með­an mál Sam­herj­a verð­i tek­ið til rann­sókn­ar. Katr­ín seg­ir mik­il­vægt að mál­ið verð­i rann­sak­að til hlít­ar og að öll­um regl­um rétt­ar­rík­is­ins verð­i fram­fylgt við slík­a rann­sókn. Katr­ín var gest­ur þátt­ar­ins Reykj­a­vík síð­deg­is á Bylgjunni í dag þar sem hún rædd­i mál Sam­herj­a í Nam­ib­í­u.

„Það er auð­vit­að ekk­ert ann­að að segj­a en það að ég var mjög sleg­in yfir þeim gögn­um sem þarn­a voru birt og brugð­ið,“ sagð­i Katr­ín um við­brögð henn­ar við þætt­i Kveiks sem sýnd­ur var á RÚV í gær.

Hún sagð­i að ef að mál­a­vext­ir og mál­ið væri eins og því var lýst í þætt­i Kveiks í gær­kvöld­i þá hlyt­u hún að hafa á­hyggj­ur af því.

„Þett­a er til skamm­ar fyr­ir Sam­herj­a og mik­ið á­hyggj­u­efn­i fyr­ir ís­lenskt at­vinn­u­líf al­mennt,“ sagð­i Katr­ín.

Spurð hvort þett­a kall­að­i á breyt­ing­ar á fyr­ir­kom­u­lag­i þró­un­ar­sam­vinn­u eða hvort hér heim­a væru ein­hverj­ir sem þyrft­u að víkj­a sagð­i Katr­ín að gögn­in sem lögð voru fram í þætt­in­um í gær bend­i til mút­u­greiðsl­a og það þurf­i að rann­sak­a. Hún bent­i á að hér­aðs­sak­sókn­ar­i væri með mál­ið til með­ferð­ar.

„Þett­a er til skamm­ar fyr­ir Sam­herj­a og mik­ið á­hyggj­u­efn­i fyr­ir ís­lenskt at­vinn­u­líf al­mennt,“ sagð­i Katr­ín.

„Við Ís­lend­ing­ar erum með skýr lög um að slíkt er ekki heim­ilt, það er að segj­a mút­u­greiðsl­ur til op­in­berr­a starfs­mann­a,“ sagð­i Katr­ín og sagð­i að það hlyt­i að vera sú kraf­a gerð að lög­un­um sé fylgt hér og ann­ars stað­ar.

Hún sagð­i að lög­in hafi ver­ið sett til að fram­fylgj­a al­þjóð­leg­um samn­ing­i og í­trek­að­i mik­il­væg­i þess að mál­ið yrði rann­sak­að svo það mynd­i allt koma upp á borð.

Kristján Þór Júlíusson er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
Fréttablaðið/Anton Brink

Ekkert bendi til þess að Kristján hafi vitað meira um málið

Spurð út í tengsl Kristj­áns og Sam­herj­a sagð­i for­sæt­is­ráð­herr­a ekk­ert bend­a til þess að hann hafi vit­að meir­a um mál­ið. Spurð hvort það sé gerð krafa um að hann víki sagði Katrín:

„Nei, enda er ekk­ert í þess­um gögn­um sem bend­ir til þess að sjáv­ar­út­vegs­ráð­herr­a hafi vit­að neitt um þess­i mál,“ sagð­i Katr­ín

Hún sagð­i það sem hafa kom­ið fram sé að hann hafi heyrt af þess­um mönn­um og hafi set­ið fund á skrif­stof­u þeirr­a. Það sé vit­að að hann hafi set­ið í stjórn Sam­herj­a en að það sé ekk­ert sem bend­i til þess að hann teng­ist þess­um mál­um beint.

Katr­ín í­trek­að­i að það þyrft­i að rann­sak­a mál­ið og að hér væri skýr lag­a­ramm­i. Hún sagð­i að hér væri búið að end­ur­skoð­a lög og lag­a­ramm­a hvað varð­ar spill­ing­u og pen­ing­a­þvætt­i og að hér hafi ver­ið mikl­ar úr­bæt­ur en að það væri í for­gangs­mál að rann­sókn á mál­in­u færi fram í sam­ræm­i við regl­ur rétt­ar­rík­is­ins.

Spurð hvort að rík­is­stjórn­in mynd­i taka mál­ið fyr­ir þeg­ar „öll kurl eru kom­in til graf­ar“ sagð­i Katr­ín að mál­ið yrði tek­ið fyr­ir á þeirr­a fund­i og það væri ljóst að það væri fleir­i en ein eft­ir­lits­stofn­un sem kunn­i að koma að þess­u máli.

Hún sagð­i það ljóst að ís­lensk yf­ir­völd muni þurf­a að eiga samt­arf við önn­ur ríki sem koma að mál­in­u, bæði Nam­ib­í­u og Nor­eg­i.

„Auð­vit­að hef ég á­hyggj­ur af þess­u máli og þeim á­hrif­um sem það kann að hafa á okk­ar orð­spor og það er auð­vit­að ekki gott að fram­gang­a eins fyr­ir­tæk­is geti haft slík á­hrif,“ sagð­i Katr­ín þeg­ar hún var spurð hvort mál­ið væri á­lits­hnekk­ir fyr­ir land­ið.

Hægt er að hlust­a á þátt­inn hér á heim­a­síð­u Bylgj­unn­ar.