Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, mun ekki bjóða sig aftur fram í Alþingiskosningunum í haust en þetta kemur fram í viðtali Morgunblaðsins við Kristján Þór.
„Ég hef hugsað þetta og búinn að gera það upp við mig, að þetta sé orðið gott eftir 35 ára þjónustu í stjórnmálum og ætla því ekki að leita endurkjörs í haust,“ segir Kristján Þór í viðtalinu sem birtist í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.
Hann mun þó áfram vera virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins þó hann verði ekki í flokksforystunni á næsta kjörtímabili. Kristján var fyrst kjörinn á Alþingi árið 2007 og setið í þremur ríkisstjórnum frá árinu 2013.
Gagnrýni vegna tengsla við Samherja
Kristján Þór hefur sætt mikilli gagnrýni vegna tengsla hans við Samherja, þar sem hann var stjórnarformaður, en stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis ákvað að hefja frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns sem ráðherra í ljósi stöðu hans.
Í júní 2020 var ákveðið að hætta við athugunina þar sem meirihluti nefndarinnar ákvað að ljúka málinu með bókun en minni hlutinn taldi málið ekki fullrannsakað.