Kristján Þór Júlíus­son, sjávar­út­vegs­ráð­herra, mun mæta á fund at­vinnu­vega­nefndar Al­þingis á morgun klukkan 15:00, vegna Sam­herja­málsins. Þetta stað­festir Lilja Raf­n­ey Magnús­dóttir, þing­kona Vinstri grænna og for­maður nefndarinnar.

Rósa Björk Brynjólfs­dóttir, þing­kona Vinstri grænna, óskaði eftir því að Kristján yrði boðaður á fund nefndarinnar síðast­liðinn sunbnu­dag. Sagði hún Sam­herja­málið af þeim skala og af því um­fangi að ís­lenskir stjórn­mála­menn gætu ekki setið hjá að­gerðar­lausir.

Rósa vill meðal annars ræða hvaða á­hrif Sam­herja­­skjölin hafi á önnur ís­­lensk fyrir­­­tæki og greinina í heild inni. Þá hyggst hún vilja vita hvort ráðu­neytið hafi gripið til ein­hverra að­­gerða vegna málsins. „Og ef svo er, til hvaða að­­gerða þá?“

Í sam­tali við Frétta­blaðið segir Lilja að fundur nefndarinnar á morgun verði ekki opinn. Engar beiðnir hafi borist um slíkt. Sjávar­út­vegs­ráð­herra hefur áður sagt að hann muni ekki koma til með að taka á­kvarðanir í málum sem snerta Sam­herja, rati þau á hans borð.