Helga Vala Helga­dóttir, vill að Kristján Þór Júlíus­son, sjávar­út­vegs­ráð­herra, stígi til hliðar á meðan rann­sókn héraðs­sak­sóknara fer fram á máli Sam­herja, en þetta kemur fram í færslu sem hún birtir á Face­book. Þá vill hún að eignir fé­lagsins verði frystar.

„Í mínum huga kemur ekkert annað til greina en að eignir Sam­herja verði frystar núna strax á meðan á rann­sókn stendur. Um er að ræða rann­sókn á mögu­legu mútu­broti, peninga­þvætti og skatta­laga­brotum. Hér er ekki um ein­hverja sjoppu að ræða heldur milljarða­fyrir­tæki með um­tals­verð um­svif í fjölda ríkja og skatta­skjóls­svæðum,“ skrifar Helga Vala.

Hún minnir á að eignir hljóm­sveitarinnar Sigur­rósar hafi verið frystar á meðan rann­sókn á meintum skatta­laga­brotum með­lima sveitarinnar hafi verið rann­sakaðar.

„Þá tel ég heldur ekkert annað koma til greina en að sjávar­út­vegs­ráð­herra og fyrr­verandi stjórnar­for­maður Sam­herja stígi til hliðar á meðan á rann­sókn héraðs­sak­sóknara stendur enda málið al­gjör­lega for­dæma­laust.“