Kristján Sívars­son mætti ekki í Héraðs­dóm Reykja­víkur til að vera við­staddur þegar á­kæra á hendur honum var þing­fest í morgun. Hann er á­kærður fyrir að hafa ekki komið barns­móður sinni ekki til hjálpar þegar hún tók of stóran skammt af fíkni­efnum í fyrra, með þeim af­leiðingum að hún lést. Konan lætur eftir sig fjögur börn.

Full­trúi hans í þing­haldinu bar þau boð að hann neiti sök og óski eftir því að þing­hald í málinu verði lokað og hvorki aug­lýst á vef né töflu í dóms­húsi. Þá óskaði hann eftir því að Stefán Karl Kristjáns­son verði skipaður verjandi sinn í málinu.

Dómari mun taka af­stöðu til þess hvort málið verði lokað í næsta þing­haldi, þann 3. októ­ber.

Kristján er faðir þriggja barnanna og var hans leitað allan næsta dag eftir and­lát konunnar, og hand­tekinn í kjöl­farið. Kristján er á­kærður fyrir brot á 221. máls­­grein hegningar­laga, sem kveður á um að það varði allt að tveggja ára fangelsi að koma mann­eskju í lífs­háska ekki til hjálpar.