Kristján Þórður Snæ­bjarnar­son, for­maður Raf­iðnaðar­sam­bandsins og starfandi for­seti Al­þýðu­sam­bands Ís­lands, ætlar ekki að gefa kost á sér til for­seta ASÍ.

Kristján greindi frá þessu á Face­book-síðu sinni í morgun.

„Þann 10. ágúst fékk ég ó­vænt verk­efni í fangið þegar for­seti ASÍ sagði af sér. Frá þeim tíma hef ég sinnt starfi for­seta ASÍ sem hefur reynst mjög á­huga­vert verk­efni. Það að stuðla að auknu sam­tali á milli ó­líkra hópa innan ASÍ hefur verið mjög gefandi og aug­ljóst að verka­lýðs­hreyfingin á spennandi tíma fyrir höndum.“

Kristján kveðst hafa átt mörg góð sam­töl við fólk víða í sam­fé­laginu um verk­efnið og fengið miklar hvatningar fram á við.

„Ég hef því þurft að gera upp við mig hvað ég hyggist gera á næstu mánuðum en sú á­kvörðun er að sjálf­sögðu veru­lega flókin þar sem verk­efnin eru spennandi bæði það að starfa fyrir Raf­iðnaðar­sam­band Ís­lands sem og að vinna fyrir stærstu heildar­sam­tök launa­fólks á ís­lenskum vinnu­markaði. Verk­efnin fram­undan hjá RSÍ eru gríðar­lega stór og gefandi, gerð kjara­samninga með beinum sam­skiptum við svo fjöl­breyttan og öflugan hóp fé­lags­fólks. Auk þess er gríðar­legur fjöldi skemmti­legra verk­efna í dag­legu starfi sam­bandsins sem kemur á borðið hjá mér.“

Að þessu sögðu hefur Kristján því á­kveðið að gefa ekki kost á sér í em­bætti for­seta ASÍ að svo stöddu heldur ein­beita sér að verk­efnum Raf­iðnaðar­sam­bandsins.

„Ég mun þó á­fram gefa kost á mér til þátt­töku í for­ystu ASÍ sem 1. vara­for­seti enda mikil þörf á að tryggja að rödd iðn- og tækni­fólks heyrist innan heildar­sam­takanna. Ég er gríðar­lega þakk­látur fyrir alla þá hvatningu sem ég hef fengið að undan­förnu og það mun efla okkur fram á við.“