Sam­kvæmt heimildum Frétta­blaðsins er Kristján Einar Sigur­björns­son, á­hrifa­valdurinn sem var hand­tekinn á Spáni í mars síðast­liðnum enn í gæslu­varð­haldi á­samt einum vini sínum.

Sögur hafa gengið um sam­fé­lagið eftir að fjöl­miðlar fóru að fjalla um hand­töku Kristjáns, en heimildirnar herma að um slags­mál hafi verið að ræða fyrir utan skemmti­stað á Spáni klukkan fimm að morgni. Enginn hafi slasast al­var­lega vegna þess, og er ekki um al­var­legan glæp að ræða.

Þá er sendi­ráðið á Spáni sem og Utan­ríkis­ráðu­neytið hér­lendis að að­stoða Kristján og fjöl­skyldu hans, sem er einnig stödd á Spáni, við málið, en spænska réttarkerfið hefur leyfi til að halda mönnunum í allt að tvö ár í gæsluvarðhaldi.