Kristján Berg Ás­geirs­son, oft kenndur við Fiski­kónginn, hefur á­kveðið að loka fisk­verslun sinni á Höfða­bakka. Verður síðasti dagur verslunarinnar á morgun. „Stór tár renna niður kinnar mínar,“ segir Kristján í færslu á Face­book-síðu sinni.

Í færslunni tíundar hann á­stæður þess að hann hefur á­kveðið að loka verslun sinni. Nefnir hann til dæmis hátt fisk­verð á fisk­mörkuðum. Þá séu stór­út­gerðir að gleypa allan fisk og lítið af fiski berist inn á fisk­markaði þannig að fisk­verð helst hátt.

Þá segir hann erfitt að manna allar stöður frá klukkan 7 til 18:30 alla daga, fólk kaupi minna af fiski en áður sem er ó­trú­legt miðað við gæði og heil­brigði vörunnar. Þá hafi ýmis­legt hækkað sem hefur gert reksturinn þungan; um­búðir, flutningur, olía, hveiti, hanskar, klósett­pappír. „BARA ALLT,“ segir hann.

„Það er sorg­legt hvernig svona verslun sem hefur verið starf­rækt frá árinu 1994, þurfi að leggja upp laupanna og loka. Þetta er bara fyrsta fisk­verslunin sem lokar. Það eiga fleiri fisk­verslanir eftir að loka. Það er klárt mál. Enda orðinn lítill grund­völlur fyrir rekstri fisk­verslunar á Ís­landi í dag,“ segir Kristján og heldur á­fram:

„Pizzu og co­capuffs kyn­slóðin er að taka yfir og borðar minni fisk. Hús­mæður landsins eru flestar úti­vinnandi, mötu­neyti landsins bjóða orðið ekki lengur uppá fisk, ekki nema max 1x í viku og alltaf sama í matinn hjá flestum þeirra. Sem leiðir til minnkandi fisk­neyslu á heimilum landsins. Unga kyn­slóðin kann ekki að borða t.d. hrogn og lifur, létt­saltaða ýsu, gellur og kinnar og svo mætti lengi telja. Unga kyn­slóðin er ekki lengur alin upp við þessa matar­menningu, sem er svo sárt að horfa uppá.“

Færslu Kristjáns má lesa í heild sinni hér að neðan.