Kristján Andri Stefáns­son er nýr sendi­herra Ís­lands í Brussel. Þetta kemur fram í til­kynningu frá sendi­ráði Ís­lands í Brussel.

Kirstján Andri af­henti Ur­sulu von der Leyen for­seta fram­kvæmda­stjórnar Evrópu­sam­bandsins trúnaðar­bréf sitt í gær. Kristján hefur áður gegnt stöðu sendi­herra Ís­lands í Frakk­landi, Andorra, Alsír, Ítalíu, Portúgal og á Spáni.

Kristján Andri og Ursula von der Leyen, framkvæmdastjóri Evrópusambandsins.
Ljósmynd/Sendiráðið í Brussel

„Á stuttum fundi í fram­haldi af at­höfninni ræddu þau á­hrif kórónu­veirufar­aldursins á Ís­landi og í Evrópu, af­leiðingar á efna­hags­líf og hertar að­gerðir til að stemma stigu við að önnur bylgja breiðist út eins og fundurinn bar reyndar á­kveðin merki um,“ segir í til­kynningu sendi­ráðsins.

Trúnaðarbréf Kristjáns.
Ljósmynd/Sendiráðið í Brussel