Kristinn Ander­sen, for­seti bæjar­stjórnar í Hafnar­firði, gefur á­fram kost á sér í annað sæti á lista Sjálf­stæðis­flokksins í próf­kjöri sem fer fram innan skamms fyrir sveita­stjórnar­kosningarnar í maí. Það sæti vermdi hann fyrir síðustu sveita­stjórnar­kosningar.

Hann er verk­fræðingur að mennt og lauk doktors­námi í Banda­ríkjunum og hefur starfað bæði þar og hér­lendis við tækni­þróun og ný­sköpun. Kristinn er prófessor í raf­magns- og tölvu­verk­fræði við Há­skóla Ís­lands og hefur gegnt for­mennsku í Verk­fræðinga­fé­lagi Ís­lands og sinnt ýmsum fé­lags­störfum, auk þess að hafa um ára­bil tekið þátt í starfi Sjálf­stæðis­flokksins að því er segir í fram­boð­stil­kynningu.

Á­herslu­mál hans eru „að traustur rekstur og stjórn fjár­mála bæjarins skili sér í vel­sæld og hag íbúa og fyrir­tækja í Hafnar­firði og að reynsla hans og bak­grunnur með kosningu á­fram í 2. sæti fram­boðs­listans styrki þann hóp sem kjörinn verður til starfa í bæjar­stjórn Hafnar­fjarðar til næstu fjögurra ára.“