Kristinn Hrafns­son rit­stjóri Wiki­leaks hitti ný­kjörinn for­seta Brasilíu Lula da Silva á­samt fé­lögum sínum í Wiki­leaks í gær­kvöldi. Kristinn greinir frá á Face­book síðu sinni og kveðst þakk­látur fyrir fundinn.

„Mér þótti sér­stak­lega vænt um fundinn í ljósi þess að hann er að fara í gegnum gríðar­lega erfið valda­skipti þar sem rífa þarf stjórnar­taumana af Bol­sonoaro,“ skrifar Kristinn. Líkt og fram hefur komið fór Lula með nauman sigur gegn Jair Bol­sonaro fyrr­verandi for­seta landsins í ný­af­stöðnum for­seta­kosningum.

Kristinn segir spennuna í höfuð­borginni Brasilíu nánast á­þreifan­lega. „Við áttum gott spjall á löngum einka­fundi um mál­efni Juli­an Ass­an­ge og þær pólitísku of­sóknir sem beinast gegn honum og Wiki­Leaks. Lula hefur sjálfur þurft að þola slíkar of­sóknir og fangelsun og er pólitísk upp­risa hans sögu­leg með kosninga­sigri fyrir tæpum mánuði,“ skrifar Kristinn.

„Þessi hlýi og þægi­legi maður hét á­fram­haldandi stuðningi við þá bar­áttu að hrinda ógn við fjöl­miðla­fresli i heiminum sem of­sókninar gegn Juli­an fela í sér.
Brasilía, stærsta og öflugasta ríki Suður Ameríku er að senda af­dráttar­laus skila­boð til Biden stjórnarinnar. Það hefur Gusta­vo Petro for­seti Kólumbíu þegar gert með skýrum hætti. Fleiri lönd fram­undan.“