Björn Leví Gunnars­son, þing­maður Pírata, birtir á Facebook síðu sinni yfir­lit yfir þá desem­ber­upp­bót sem þing­menn hafa fengið. Á því sést að þing­menn fá 181.887 krónur í desem­ber­upp­bót að þessu sinni. Uppbótin var ákvörðuð af Kjararáði. Á sama tíma og þingmenn fá tæplega 200 þúsund er almenningur að fá jólabónus á bilinu 50 til 80 þúsund.

„Þessi tími ársins aftur. #gagn­sæi,“ skrifar Björn við Facebook færsluna sína þar sem hann birtir upp­lýsingarnar. Þá birtir hann jafn­framt upp­lýsingar um laun sín á árinu 2019 þar sem sést að hann fær rúmar fjór­tán milljónir króna í laun, eða 14.166.215 krónur. Björn Leví tjáði sig einnig um desemberuppbótina á síðasta ári en að hans mati er uppbótin of há. Í samtali við DV sagði Björn Leví:

„Ég átta mig ekki á því hvernig þetta er reiknað út. Þetta er í rauninni alveg fáránlegt.“

Færslan hefur vakið mikla at­hygli og bendir einn net­verja, Kristinn Magnús­son, á að hann fái rúmar tvö hundruð þúsund krónur fá trygginga­stofnun á mánuði í örorkubætur eða því sem nemur rúmum tveimur og hálfri milljón króna á ári. Tekur alþingismann um tvo mánuði að vinna sér inn fyrir þeim launum.

Þá var greint frá því í gær á vef Frétta­blaðsins að des­em­ber­­upp­­bót at­vinn­u­­leit­end­a verði rúm­ar 83 þús­und krónur. Ás­­mund­ur Ein­ar Dað­a­­son, fé­lags- og barn­a­­mál­a­ráð­herr­a, setti á dögunum regl­u­­gerð um greiðsl­u des­em­ber­­upp­­bót­ar til at­vinn­u­­leit­end­a í ár. Þar seg­ir að ó­­skert des­em­ber­­upp­­bót verð­i 83.916 krón­ur árið 2019.

Fréttablaðið/Skjáskot