Kristín Jóhannes­dóttir lög­maður er meðal þeirra sem sóttu um starf ríkis­lög­reglu­stjóra. Um­­­sóknar­frestur til að sækja um stöðuna rann út síðast­liðinn föstu­­dag en ekki hefur verið gefið upp hversu margir um­­­sækj­endur sóttu um starfið.

Kristín starfaði meðal annars sem fram­kvæmda­stjóri hjá fjárfestingafélaginu Gaumi en hún sat einnig í stjórn Baugs og hefur starfað sem lög­fræðingur i mörg ár.


Em­bætti ríkis­lög­­reglu­­stjóra var aug­­lýst var til um­­­sóknar skömmu fyrir jól eftir að dóms­­mála­ráð­herra gerði starfs­loka­­samning við Harald Johannes­­sen í lok síðasta árs. Halla Berg­þóra Björns­dóttir, lög­­reglu­­stjóri á Norður­landi eystra, Páll Win­kel, fangelsis­­mála­­stjóri og Sig­ríður Björk Guð­jóns­dóttir, lög­­reglu­­stjóri höfuð­­borgar­­svæðisins voru einnig á meðal um­sækj­enda.

Kjartan Þor­kels­son, lög­reglu­stjóri á Suður­landi gegnir nú stöðu ríkis­lög­reglu­stjóra tíma­bundið þangað til nýr verður valinn úr hópi um­sækj­enda.