Krist­björg Kjeld stendur enn á leik­hússviði 86 ára gömul. Síst fækkar verk­efnunum og hefur hún til að mynda sam­þykkt að fara með aðal­­hlut­­verk í verki sem frum­­sýnt verður árið 2023.

Að­­spurð segist Krist­björg í raun hafa verið með við­varandi sviðs­skrekk í þau sjö­tíu ár sem hún hefur starfað sem leik­­kona.

„Ég er alltaf drullu­­stressuð fyrir sýningar og það hefur ekkert lagast með tímanum. Svo nú þegar maður eldist bætist við óttinn við að gleyma textanum. Ég er þó ekki eins og sumir sem hrein­­lega kasta upp af stressi. Stressið kemur áður en maður fer inn á sviðið en svo er það búið þegar maður er þangað kominn. En vinnan gefur manni svo mikið annars væri maður ekki að þessu, maður er ekki bara að pína sig. Það gefur manni líka mikið að sigrast á á­skorunum.“