Blaðamaður Fréttablaðsins, Kristlín Dís Ingilínardóttir, hefur verið krafin um þrjár milljónir í miskabætur vegna fimm ummæla sem birtust í frétt á vef Fréttablaðsins þann 3. júlí síðastliðinn. Eins er hún krafin um 250 þúsund krónur í lögmannskostnað.

Málið varðar frétt um Ingólf Þórarinsson tónlistarmann, sem er einnig þekktur sem Ingó Veðurguð, í tengslum við frásagnir kvenna um meint kynferðisofbeldi sem birtust á samfélagsmiðlinum Tik Tok.

Þess er krafist að Kristlín Dís biðji Ingólf Þórarinsson afsökunar, viðurkenni að ummælin séu röng og dragi þau til baka. Þá afsökunarbeiðni og leiðréttingu skuli birta á forsíðu vefs Fréttablaðsins og þess krafist að hún standi þar í minnst 48 klukkustundir.

Gefinn er frestur til að verða við þessum kröfum til 19. júlí næstkomandi.

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Ingó, greindi frá því í kvöldfréttum RÚV í gærkvöldi að hann hyggðist kæra 32 fyrrnefndar frásagnir sem baráttuhópurinn Öfgar birtu á Tik Tok.

Þeir einstaklingar sem fá kröfubréf eru þau Edda Falak sam­­fé­lags­­miðl­a­­stjarna og Cross­fit-kon­u , Sindri Þór Sig­ríðar­son Hilmars­son við­skipta­fræðing, markaðs­stjóra og bar­áttu­mann, Ólöf Tara Harðar­dóttir einka­þjálfara og með­limur Öfga, Erla Dóra Magnús­dóttir, blaða­maður DV, og Krist­lín Dís Ingi­línar­dóttir, blaða­maður Frétta­blaðsins.

Samkvæmt almennum hegningarlögum eru oftast höfðuð einkarefsimál um ærumeiðingar og sæta þær aðeins saksókn í sérstökum tilvikum, meðal annars þegar um nafnlaus ærumeiðandi ummæli er að ræða.