Mál­flutningur fór fram í dag í Hæsta­rétti í máli Freyju Haralds­dóttur gegn Barna­verndar­stofu. Mála­til­búnaður Barna­verndar­stofu og svo Freyju Haralds­dóttur er nokkuð ó­líkur en fjallar í megin­at­riðum um leyfi til að gerast fóstur­for­eldri og að hún fái sömu máls­með­ferð hjá Barna­verndar­stofu og aðrir sem sæki um leyfi til þess, Freyju var árið 2016 synjað um leyfi til að sitja nám­skeið þar sem hæfni til­vonandi fóstur­for­eldra er metin og þau undir­búin fyrir hlut­verkið, verði barn sett í fóstur hjá þeim.

Guð­rún Sesselja Arnar­dóttir flutti málið fyrir hönd Barna­verndar­stofu og krafðist þess að stofnunin verði sýknuð. Guð­rún Sesselja fjallaði í máli sínu ítar­lega um þau skil­yrði sem sett eru fram í reglu­gerð um fóstur, en Barna­verndar­stofa byggir mál sitt að miklu leyti á því að Freyja upp­fylli ekki þau skil­yrði sem sett eru fram þar í 6. grein. Hún sagði að kröfurnar sem eru settar fram í reglu­gerðinni séu al­mennar og ó­frjá­víkjan­legar og sömu kröfur gilda um alla sem sækja um, og verði að gera það.

Þar segir, meðal annars, að „fóstur­for­eldrar skulu vera í stakk búnir til þess að veita barni trygga um­önnun og öryggi og til að mæta þörfum barns sem búið hefur við ó­tryggar að­stæður eða átt við erfið­leika að etja.“

Þar segir einnig að þau skuli vera við góða al­menna heilsu, búa við stöðug­leika auk fjár­hags­legs og fé­lags­legs öryggis sem stuðlað getur að já­kvæðum þroska­mögu­leikum barns.

Ekki eru sett skil­yrði um að fólk sem sækir um að vera fóstur­for­eldri séu í sam­búð eða hjóna­bandi, en ef svo er, skulu þau sækja um saman. Þá er kveðið á um að þau sem hafi brotið gegn kyn­ferðis­lega gegn barni megi ekki vera fóstur­for­eldrar.

Helst bendir Barna­verndar­stofa á þrjú skil­yrði í málflutningi sínum gegn Freyju og það eru þau er varða al­menna heilsu, geta til að mæta þörfum barns og að barnið búi við stöðug­leika og öryggi.

Guð­rún Sesselja benti á í sínu máli að Barna­verndar­stofa tæki á­vallt endan­lega á­kvörðun um hæfi um­sækj­enda og fjallaði í því sam­hengi um um­sögn fjöl­skyldu­ráðs Garða­bæjar þar sem svo var metið að Freyja væri hæf til að vera fóstur­for­eldri. Guð­rún sagði að Barna­verndar­stofa tæki endan­lega á­kvörðun og að um­sögn nefndar í sveitar­fé­lagi væri ekki bindandi fyrir stofnunina.

Þétt var setið í sal 1 í Hæstarétti í morgun þegar aðalmeðferð fór fram. Fjölmargar konur voru í bleikum bol sem á stóð „Ég er fötluð mamma“
Fréttablaðið/Anton Brink

Réttur og hagsmunir barna verði að vera í forgangi

Guð­rún fjallaði einnig ítar­lega um rétt barna, þeirra barna sem mögu­lega myndu vera sett í fóstur hjá Freyju, og að þeirra hagur verði á­vallt að vera í for­gangi þegar á­kvarðanir eru teknar um þau og vísaði bæði til á­kvæða barna­verndar­laga og Barna­sátt­mála Sam­einuðu þjóðanna, sem lög­festur var hér á landi árið 2013.

Hún sagði að í málinu rekist á hags­munir Freyju, fatlaðrar konu, og hags­munir barna og benti í því sam­hengi á fyrri dóma­fram­kvæmd Mann­réttinda­dóm­stóls Evrópu (MDE) þar sem það hefur verið gert að megin­reglu að líta á börn sem sér­stak­lega við­kvæman hóp og að litið sé á á­kveðnar að­stæður sem lík­legri til að vera grund­völl mis­mununar en aðrar.

Hún sagði verða að taka til­lit til þess að börn við­kvæmum hópi og að fóstur­börn til­heyri sér­stak­lega við­kvæmum hópi. Barn sem fer á fóstur­heimili kemur í nánast öllum til­fellum af ó­tryggu heimili og þarf á mikilli um­önnun að halda. Áður en þau fari í fóstur hafi þau oft á tíðum búið við of­beldi eða van­rækslu og eigi oft erfitt með tengsla­myndun. Það sé því sér­stak­lega mikil­vægt að þau sem sam­þykkt séu sem fóstur­for­eldrar séu hæf til þess.

Skilyrði reglugerðar séu samtvinnuð og það verði að uppfylla þau öll

Hún í­trekaði að af hálfu Barna­verndar­stofu hafi því á­vallt verið haldið fram að Freyja upp­fylli ekki skil­yrði reglu­gerðar. Í því sam­hengi hafnaði hún því að ríkið hafi haldið því fram að í fötlun felist al­mennt ekki góð heilsa en að við mat verði að taka til greina á­hrifa sjúk­dóms hennar á hæfni hennar til að hugsa um börn. Það verði að líta til þess að Freyju fylgi fjöldi að­stoðar­kvenna sem sinni vinnu sinni í vakta­fyrir­komu­lagi á heimil hennar.

Hún sagði skil­yrðin í reglu­gerðinni öll sam­tvinnuð og að á sama tíma séu þau ó­frá­víkjan­leg. Það þurfi að upp­fylla þau öll og þrátt fyrir að hægt sé að meta að Freyja upp­fylli skil­yrði um góða heilsu þá sé hún ekki í stakk búin til að veita barni trygga um­önnun eða öryggi eða stuðla að stöðug­leika.

Hún benti á að hjá henni hafa síðustu ellefu ár starfað 38 að­stoðar­konur og því væri hægt að færa rök fyrir ó­stöðu­leika og það væri veru­lega hætta á því að það yrði stofnana­bragur á heimili hennar vegna tíðra vakta­skipta og fjölda starfs­manna.

Hún sagði að lokum að það væri ekki sér­stök mann­réttindi að verða fóstur­for­eldri eða að taka barn í fóstur. Það væri ekki hluti af rétti til fjöl­skyldu­lífs. Málið fjalli um réttindi barna, sem þurfi á­vallt að vera í for­gangi.

Hún tók þó fram að því hafi aldrei verið haldið fram að heimili Freyju upp­fyllti ekki kröfur, en sagði NPA þjónustuna gera það að verkum að fóstur­barnið yrði í tengslum við mun fleiri aðila en ella, sem myndu að ein­hverju leyti sjá um um­önnun barnsins.

Hún sagði um­hverfi barnsins verða að vera vel skil­greint að barnið geti þar náð stöðug­leika og að á heimili Freyju séu tals­verðar líkur á að að­stoðar­konur muni hverfa úr lífi hennar. Það geti haft nei­kvæð á­hrif á barnið og mögu­leika þess til tengsla­myndunar.

Ekki slegið af kröfum þótt NPA hafi verið lögfest

Hún sagði að þrátt fyrir að NPA að­stoð hafi verið lög­fest hér á landi feli sú lög­festing ekki í sér að slegið verði af þeim kröfum sem settar eru fram í reglu­gerð til fóstur­for­eldra. Hún sagði erfitt að yfir­færa rann­sóknir sem fram­kvæmdir hafa verið á að­stæðum barna fatlaðra for­eldra, við að­stæður fóstur­barna hjá fötluðum for­eldrum. Börn sem alist upp hjá sínum eigin for­eldrum séu ekki í úr­ræði hjá barna­vernd.

Guð­rún Sesselja hafnaði því að brotið hafi verið á rann­sóknar­reglu og sagði ítar­lega rann­sókn hafa farið fram hjá Barna­verndar­stofu á hæfi Freyju, að því hafi, meðal annars, komið þrír sál­fræðingar, einn upp­eldis­fræðingur og lög­fræðingur. Hún sagði að rétt hafi verið hjá Barna­verndar­stofu að líta fram hjá um­sögn Fjöl­skyldu­ráðs Garða­bæjar því að hún hafi verið í and­stöðu við þær um­sagnir sem nefndinni bárust frá Kol­brúnu Ögmunds­dóttir og Trygga Sigurðs­sonar, sál­fræðings. Kol­brún hafi í sinni um­sögn ekki mælt með því að Freyja fengi unga­barn í fóstur, en mögu­lega eldra barn. En tók fram að það þyrfti að vera með mikilli að­lögun. Þá vísaði hún einnig til mats Tryggva Sigurðs­sonar sál­fræðings sem mat hana ekki hæfa.

Hún segir nám­skeiðið sem Freyju var synjað um þátt­töku í ein­göngu ætlaði þeim sem hafi þegar upp­fyllt öll skil­yrði reglu­gerðar og að það feli í sér dýpri skoðun. Megin­hluti nám­skeiðs sé þó að undir­búa­fólk fyrir fóstur­for­eldra­hlut­verkið.

Hún sagði að Barna­verndar­stofa hafi um ára­bil fylgt þeirri reglu að upp­fylli um­sækjandi ekki öll skil­yrði séu þau ekki boðuð á nám­skeið og að önnur til­felli séu til þar sem fólk hafi fengið já­kvæða um­sögn hjá barna­verndar­nefnd í sveitar­fé­lagi, en ekki svo verið boðað á nám­skeið.

Freyja hafi ekki hlotið aðra meðferð en aðrir

Hvað varðar að Freyja hafi hlotið aðra máls­með­ferð en aðrir sagði Guð­rún Sesselja Barna­verndar­stofu ekki telja að með­ferð hennar hafi verið frá­brugðin með­ferð annarra. Önnur til­felli séu til þar sem fólki hafi verið hafnað, þótt hafi legið fyrir já­kvæð um­sögn. Þrátt fyrir að mati MDE séu fatlaðir í sér­stakri hættu að verða fyrir mis­munun þá telur stofnunin að gætt hafi verið að hlut­lægu mati og að réttindum mögu­legra fóstur­barna og að réttindi fóstur­barna trompi önnur réttindi við slíkt mat.

Hún sagði að lokum að það væri ekki sér­stök mann­réttindi að verða fóstur­for­eldri eða að taka barn í fóstur. Það væri ekki hluti af rétti til fjöl­skyldu­lífs. Málið fjalli um réttindi barna, sem þurfi á­vallt að vera í for­gangi. Út­gangs­punktur þurfi alltaf að vera hags­munir barnsins og hvað þjónar þörfum þeirra best. Þess vegna sé mikil­vægt að það sé hafið yfir allan vafa að þau sem komast á lista sem fóstur­for­eldrar upp­ylli öll skil­yrði og að allir þurfi að upp­fylla öll skil­yrðin.

Mikill fjöldi var samankominn til að styðja við Freyju í dag.
Fréttablaðið/Anton Brink

Krefst þess að fá að fara í gegnum sama ferli og aðrir

Sigurður Örn Hilmars­son, lög­maður, flutti málið fyrir hönd Freyju. Hann hóf mál sitt á að fjalla um hagi Freyju en hún er með tvær há­skóla­gráður, stundar doktors­nám í kennslu­fræði og á að baki fjöl­breyttan starfs­feril á þingi, við kennslu í há­skóla og á leik­skóla.

Hann sagði að það hafi í raun aldrei komist til skoðunar hvort Freyja fái að fóstra barn, því um­sókn hennar komst aldrei á það stig. Málið snúist því í megin­at­riðum um um­sóknar­ferlið sjálft og að Freyja krefjist þess að hún fái að fara í gegnum sama ferli og allir aðrir til að meta hvort hún sé hæf til að vera fóstur­for­eldri.

Hann sagði að um­sóknar­ferlinu mætti í raun skipta í þrennt. Það er þegar um­sókn er skilað inn og sveitar­fé­laginu sett að afla upp­lýsinga. Næsta skref sé að meta hæfni um­sækj­enda á nám­skeiði og svo sé það þriðja og síðasta þegar barn þarfnast fósturs og Barna­verndar­stofa metur hverju sinni þá for­eldra sem eru á lista og hvað myndi henta því barni sem um ræðir. Í til­felli Freyju hafi verið lokað á hennar um­sóknar­ferli strax á fyrsta stigi, þrátt fyrir að hún hafi fengið já­kvæða um­sögn frá sínu sveitar­fé­lagi.

„Það er mikil­vægt að hvergi sé slegið af kröfum og það fari ekki eftir geð­þótta­kröfum þeirra sem fari með stjórn­valdið.“

Sigurður fjallaði ítar­lega um stöðu Freyju sem fatlaðrar konu og að hún njóti laga­verndar því hún sé í sér­stakri hættu að vera fyrir mis­munun vegna ó­mál­efna­legra sjónar­miða.

Hann sagði að Barna­verndar­stofa hefði í máli sínu vegið saman rétt barnsins, og það sem því er fyrir bestu, á móti rétti fatlaðs fólks, en sagði erfitt að vega sjónar­mið þeirra saman þegar hæfni Freyju var aldrei fylli­lega metin og sagði að það gæti heldur ekki verið börnum fyrir bestu að hæfni um­sækjanda sé ekki metin, sam­kvæmt lögum og reglu­gerð, vegna þess að málið snertir mikils­verð réttindi barna.

„Það er mikil­vægt að hvergi sé slegið af kröfum og það fari ekki eftir geð­þótta­kröfum þeirra sem fari með stjórn­valdið,“ sagði Sigurður í mál­flutningi sínum í Hæsta­rétti í dag.

Hann benti á að fóstur­börn eru á öllum aldri og með mis­munandi þarfir og gagn­rýndi á­kvörðun sem benti til þess að fóstur­börn, geti aldrei, undir nokkrum kring­um­stæðum, hentað að fara í fóstur hjá hreyfi­hömluðum ein­stak­lingi.

Þegar litið er til máls­með­ferðar komi fljótt í ljós að með­ferð Freyju fór beint í annan far­veg en hjá öðrum og gengið út frá því að hún geti ekki sinnt því sem ó­fatlaður ein­stak­lingur gæti sinnt.

Önnur atvik þar sem fólk fékk ekki að sitja námskeið ekki sambærileg

Sigurður fór einnig yfir þau at­vik sem Barna­verndar­stofa vísaði til þar sem fólki hafði verið meinaður að­gangur að nám­skeiði þrátt fyrir já­kvæða um­sögn barna­verndar­nefndar sinnar sveitar­fé­lags. Þau til­vik eru alls fimm á tíma­bilinu 2007 til 2016, og er þar með talin um­sókn Freyju.

Í hinum fjórum til­vikunum var í fyrsta lagi ein­stak­linga meinað að nám­skeiði vegna langs saka­ferils, í öðru lagi vegna þess að upp komu að­stæður eftir að já­kvæð um­sögn hafði verið gefin sem breyttu að­stæðum, í því þriðja varðaði það um­sókn ein­stak­lings að taka til­tekið barn í fóstur og í því fjórða komu fram upp­lýsingar um and­leg veikindi og mikil af­skipti barna­verndar.

„Ekkert af þessum málum á neitt sam­eigin­legt með máli um­bjóðanda míns,“ sagði Sigurður Örn.

Hann benti á að alla jafna lýkur nám­skeiði Barna­verndar­stofu með saman­tekt á hæfni um­sækj­enda. Þegar um­sókn er hafnað fái fólk and­mæla­rétt og fólki gert kleift að koma með at­huga­semdir. Freyju hafi ekki verið neitt af þessu mögu­legt því henni hafi verið meinað að sitja nám­skeiðið.

„Svo ég svari þessari spurningum af hverju hún fékk ekki að svara nám­skeiðið: það er vegna þess að hún er fötluð kona.“

Sigurður gagn­rýndi að hugsan­leg nei­kvæð á­hrif NPA hafi ráðið úr­slitum í máli Barna­verndar­stofu og þannig gert ráð fyrir því að að­stoðin komin í veg fyrir að hún geti sinnt hlut­verki fóstur­for­eldra og myndað eðli­leg tengsl við fóstur­börn. Það hafi verið ráðandi í mál­flutningi Barna­verndar­stofu, sem og um­ræða um tengsla­myndun. Hann sagði þessi hugsan­legu á­hrif alveg ó­sönnuð og því ekki varða hæfi Freyju til að vera fóstur­for­eldri.

Matið eigi að fara fram á nám­skeiði og því vakni spurning af hverju Freyja fékk ekki tæki­færi til að sitja nám­skeið þar sem hæfni hennar til tengsla­myndunar yrði metin. Hann spurði hvers vegna því sé slegið fram að hún sé ekki hæf og sagði svo:

„Svo ég svari þessari spurningum af hverju hún fékk ekki að svara nám­skeiðið: það er vegna þess að hún er fötluð kona.“

Á myndinni má sjá Freyju Haraldsdóttur, aðstoðarkonu hennar og Sigurð Örn Hilmarsson, lögmann hennar.
Fréttablaðið/Anton Brink

Úreltar hugmyndir að fatlað fólk sé veikt

Sigurður benti á að sam­kvæmt al­þjóða­samningum og ís­lenskum lögum eru já­kvæðar skyldur á ís­lenskum stjórn­völdum og minna svig­rúm til ó­líkrar með­ferðar fatlaðra ein­stak­linga. Það sé, sem dæmi, rík á­hersla hjá MDE að fatlaðir ein­staklingar fái ein­stak­lings­bundið mat.

Í til­felli Freyju hafi verið metið svo að fötlun hennar úti­loki að hún geti sinnt fjöl­þættum vanda fóstur­barna en reglu­gerð geri þó ráð fyrir að þegar ein­hver ætluð ó­vissa er til staðar sé metið hvort að­stæður séu þannig á heimili hvort þær henti þörfum barns. Hann sagði að væntan­lega væri það nýtt þegar ó­fatlaðir ein­staklingar eigi í hlut, en Freyju sé synjað vegna fötlunar hennar að vera metin.

Sigurður sagði að Barna­verndar­stofa hafi ekki rök­stutt nægi­lega vel hvernig Freyja upp­fyllir ekki skil­yrði og gagn­rýndi að gerðar væru meiri kröfur til hennar en annarra um­sækj­enda. Þau segjast ekki á­líta fötlun hennar vera til þess að hún sé ekki metin við góða heilsu en samt byggi mat þeirra á því. Hann sagði það úr­eltar hug­myndir um fötlun, að fatlað fólk sé veikt.

„Um­bjóðandi minn er ekki veik, hún er hreyfi­hömluð,“ sagði Sigurður Örn.

Hann sagði að í stað þess að tryggja að Freyju hafi ekki verið mis­munað vegna fötlunar hennar, var litið á hana sem vanda­mál og brotið gegn jafn­ræði þegar Freyja fékk þannig aðra máls­með­ferð en aðrir sem hafa sótt um að vera fóstur­for­eldrar.