Bjarn­freður Ólafs­son, verjandi liðs­manna hljóm­sveitarinnar Sigur rósar, óskaði þess við fyrir­töku máls þeirra í héraðs­dómi í dag að máli þeirra yrði vísað frá á grund­velli mann­réttinda­sjónar­miða, eða á grund­velli laga um tvö­falda refsingu.

„Það er á grund­velli þess að það er búið að á­kvarða þeim refsingu áður. Málið hefst hjá skatt­rann­sóknar­stjóra þar sem þeir fá réttar­stöðu sak­bornings og málið er rann­sakað þar og það fer svo í tvær aðrar áttir til tveggja stofnanna. Annars vegar til ríkis­skattstjóra sem úr­skurðaði þeim álög sem eru refsi viður­kennd viður­lög. Á sama tíma fer málið líka til héraðs­sak­sóknara þar sem þeir fá aftur réttar­stöðu sak­bornings og þá er máls­með­ferðin orðin alla­vega tvö­föld,“ segir Bjarn­freður í sam­tali við Frétta­blaðið í dag.

Með­limir Sigur Rósar neituðu allir sök þegar málið var þing­fest í héraðs­dómi í síðasta mánuði. Þeir eru alls á­kærðir fyrir skatt­svik upp á sam­tals 150 milljónir. Jón Þór Birgis­son, eða Jónsi, söngvari hljóm­sveitarinnar, og endur­skoðandi hans eru einnig á­kærðir fyrir að hafa komið fé­lagi í eigu Jónsa frá því að greiða tekju­skatt af rúmum 700 milljónum ís­lenskra króna. Eignir þeirra voru kyrr­settar við upp­haf rann­sóknar málsins. Bjarn­freður segir að mál­flutningur um frá­vísunar­kröfuna muni fara fram í septem­ber.

„Ef að dómurinn á­kveður að þau vilji ekki vísa frá er það undir okkur komið að á­kveða hvort við viljum kæra það til Lands­réttar,“ segir Bjarn­freður og bætir við:

„Ef það er ekki fallið frá þessu verður aftur tekin upp efnis­taka málsins sem bíður á meðan þetta er tekið fyrir. Þá reynir á hvort þeir séu sekir eða sak­lausir sam­kvæmt ís­lenskum lögum um það að hafa brotið gegn skatta­lögum með þeim hætti sem að málið snýst um. Ef að það verður niður­staðan þá fer það til Mann­réttinda­dóm­stólsins, en það er langt í það.“

Spurður hvers vegna málið hafi farið bæði til héraðs­sak­sóknar og til ríkis­kattstjóra segir hann að ó­líkt öðrum löndum þá hafi Ís­landi ekki breytt sinni með­ferð í þessum málum.

„Okkar skoðun er sú að það séu enn það miklir gallar á máls­með­ferðinni á Ís­landi og þess vegna séu málin að falla gegn ís­lenska ríkinu og þar af leiðandi teljum við nauð­syn­legt að krefjast frá­vísunar í þessu máli,“ segir Bjarn­freður.

Hann segir að málið sé ó­þarf­lega flókið. Á meðan málið er til með­ferðar eru eignir Sigur rósar manna enn kyrr­settar. Hann segir að í ís­lenskum lögum séu mjög víð­tækar heimildir til kyrr­settningar.

„Það gerir málið sér­stak­lega erfitt fyrir alla sem lenda í þessum að­stæðum,“ segir Bjarn­freður að lokum.