Fyrr­verandi starfs­menn innan dóms­mála­ráðu­neytisins í Banda­ríkjunum krefjast þess að Willi­am P. Barr, dóms­mála­ráð­herra Banda­ríkjanna, segi af sér þar sem hegðun hans sé í and­stöðu við stjórnar­skránna. „Við for­dæmum öll að­gerðir Trump og Barr þegar kemur að út­hlutun rétt­lætis,“ segir í yfir­lýsingu frá rúm­lega 1100 starfs­mönnum.

Yfir­lýsingin kemur í kjöl­far við­burða­ríkrar viku hjá Barr þar sem hann hafnaði úr­skurð sak­sóknara í máli Roger Stone, kosninga­ráð­gjafa Donald Trump, sem var hand­tekinn í janúar í fyrra í tengslum við rann­sókn banda­rísku al­ríkis­lög­reglunnar á af­skiptum Rússa af for­seta­kosningunum árið 2016. Að sögn Barr var refsingin of hörð og sögðu sak­sóknararnir sig frá málinu í kjöl­farið.

Þá sagðist Barr ekki getað unnið sína vinnu ef Trump héldi á­fram að tjá sig um við­kvæm mál á sama tíma og hann til­kynnti að rann­sókn myndi hefjast á aðilum sem höfðu pólitísk tengsl við for­setann. Að því er kemur fram í frétt CNN um málið hafa sak­sóknarar á­hyggjur af að­gerðum ráð­herrans sem virðast vera knúnar af pólitískum á­stæðum.

Ólíklegt að Barr segi af sér

„Trump og Barr hafa virt grund­vallar­reglu réttar­kerfisins að vettugi í­trekað og á opin­skáan hátt,“ segir í yfir­lýsingunni og er þar meðal annars vísað til á­kvörðun Barr í máli Roger Stone. „Það er án for­dæmis að hæstu em­bættis­menn ráðu­neytisins hafni á­kvörðun sak­sóknara, sem eru að fylgja á­kveðinni stefnu, til þess að gefa for­setanum for­gangs­með­ferð.“

Mikill órói hefur verið innan ráðu­neytisins vegna starfa Barr en það telst ó­lík­legt að hann komi til með að segja af sér. Dóms­mála­ráðu­neytið hefur ekki enn tjáð sig um á­skorunina á hendur Barr en fjölmargir hafa tekið undir með starfsmönnunum og kallað eftir afsögn ráðherrans.