Margrét Sigríður Guðmundsdóttir er 57 ára gömul, hún greindist með MS- sjúkdóminn fyrir átta árum síðar og hefur misst máttinn í höndunum og fótunum, er bundin við hjólastól og þarf að reiða sig á aðstoð annarra.

Fjallað var um mál Margrétar Sigríðar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku.

Þar var sagt frá því að í janúar hafi hún þurft að leggjast inn á spítala en þegar hún var orðin frísk nokkrum dögum síðar og ætlaði að snúa aftur heim til sín þar sem hún bjó með þáverandi eiginmanni sínum og syni ákvað spítalinn og Kópavogsbær að best væri fyrir hana að fara í langtímadvöl á hjúkrunarheimili vegna hjúkrunarþarfar hennar. Hún var því meira og minna í einangrun á bráðadeild Landspítalans í átta mánuði þar sem ekkert húsnæðisúrræði hefur fundist fyrir hana. Hún er nú í bráðabirgðavistun og gæti verið á leið á götuna.

MS- félag Íslands hefur í kjölfarið sent frá sér tilkynningu þess efnis að stjórn félagsins krefjist tafarlausra aðgerða í máli Margrétar Sigríðar.

Varðandi mál Margrétar Sigríðar sem hefur verið föst á spítala, langstærstan hluta í einangrun án þess að vera sjálf veik, síðan í janúar á þessu ári og nú undanfarið í bráðabirgðaúrræði. MS-félag Íslands harmar þessa stöðu Margrétar og telur nauðsynlegt að grípa strax til aðgerða til að tryggja Margréti örugga búsetu og viðeigandi stuðning."

Ítrekað verið bent á stöðu hennar.

Stjórn félagsins segir að svo virðist vera sem vilji hjá stjórnvöldum skorti til að leysa málið.

Vandamálið er ekki að yfirvöld viti ekki af hennar aðstæðum enda hefur ítrekað verið bent á stöðu Margrétar, þar á meðal af MS-félagi Íslands, og biðlað til heilbrigðisráðherra, ráðuneytisins og Sjúkratrygginga Íslands að leysa málið. Á meðan málið færist á milli ríkisstofnana eru mannréttindi Margrétar fótum troðin svo mánuðum skiptir og virðist hreinlega skorta nægilegan vilja hjá stjórnvöldum til að ganga í málið og leysa það."

Við krefjumst tafarlausra aðgerða fyrir Margréti Sigríði. Nóg er komið!" Segir í tilkynningunni.

MS-konan Margrét Sigríður hefur nú beðið eftir vistun á hjúkrunarheimili í nær 10 mánuði þrátt fyrir eftirrekstur og ítrekuð samskipti við yfirvöld um lausn á hennar málum.

Posted by MS-félag Íslands on Sunday, 18 October 2020