Mótmælendur í Moskvu halda áfram mótmælum fjórðu helgina í röð þrátt fyrir hert viðbrögð lögreglu.

Mótmælendur krefjast þess að fulltrúar stjórnarandstöðunnar fái að bjóða sig fram í komandi borgarstjórnarkosningum. Kremlin hefur bannað ákveðna frambjóðendur í kosningunum og jafnframt handtekið Alexei Navalny sem kallaði til mótmæla vegna bannsins.

Mörgum vinsælum stjórnarandstæðingum var meinað að bjóða sig fram þar sem starfsmenn kjörstjórnar töldu ekki rétt staðið að undirskriftasöfnun þeirra.

Bannið var rökstutt með því að ekki hefði verið staðið að undirskriftarsöfnunum með réttum hætti. Frambjóðendurnir sem bannaðir voru segja hins vegar ákvörðunina hápólitíska.

Hátt í átta hundruð manns hafa verið handtekin í aðgerðum mótmælenda þessa helgina en borgarstjórnarkosningarnar verða haldnar í september.

Vitni segja fjölda lögreglumanna hafa verið mun meiri en mótmælenda og að flestir mótmælenda hafi hlýtt handtökuspunum tiltölulega friðlega samkvæmt fréttamiðlinum AlJazeera.

Alexie Navalny, lögfræðingur og aktívisti sem hefur gengið hart fram í að gagnrýna ríkisstjórn Rússa, var dæmdur í fangelsi í lok júlí fyrir að skipuleggja mótmælagöngur til að krefjast þess að stjórnarandstæðingarnir fái að bjóða sig fram.

Hátt í þúsund manns voru handteknir í síðustu viku.