Stéttar­fé­lagið Efling leggur til þrjár ár­legar hækkanir mánaðar­launa og sér­staka fram­færslu­upp­bót sem nema 167 þúsund krónum í kröfu­gerð fé­lagsins til Sam­taka at­vinnu­lífsins vegna kjara­samninga sem renna út á morgun, 1. nóvember.

Kröfu­gerðin er harð­orð en í henni segir að „á­róðurs­maskína auð­magns­eig­enda“ hafi hafið störf. „Líkt og ætíð er boð­skapurinn sá að greiðsla mann­sæmandi til launa sé stór­hættu­leg sam­fé­laginu, ef ekki hrein­lega brot á náttúru­lög­málum,“ segir í kröfu­gerðinni.

Krefjast krónu­tölu­hækkana mánaðar­launa

„Bera má þessa hækkun saman við þá 102.500 króna hækkun sem náðist á samnings­tíma Lífs­kjara­samningsins að með­töldum hag­vaxtar­auka,“ segir í kröfu­gerðinni.

„Heimili lág­launa­fólks hafa búið við lang­varandi halla­rekstur. Sú krónu­tölu­hækkun sem samið er um þarf að vinda ofan af því ó­þolandi á­standi að ráð­stöfunar­tekjur lág­launa­fólks séu undir fram­færslu­við­miðum.“

„Verk­efni næstu þriggja ára er skýrt í okkar huga. Við ætlum að halda á­fram á þeirri braut að ná fram kjara­bótum fyrir fé­lags­fólk Eflingar. Það þarf að verja launin okkar gegn verð­hækkunum á lífs­nauð­synjum og það þarf að vinda ofan af halla­rekstri á heimilum lág­launa­fólks. Leið krónu­tölu­hækkana hefur sannað sig sem besta leiðin að þessum mark­miðum. Al­gjör eining var meðal samninga­nefndar Eflingar­fé­laga um kröfu­gerðina,“ sagði Sól­veig Anna Jóns­dóttir for­maður Eflingar sem jafn­framt er for­maður samninga­nefndar.

Samninga­nefnd Eflingar fer fram á kjara­samning sem gildir til 1. nóvember 2025, eða til þriggja ára, „þar sem byggt verði á for­sendum og árangri Lífs­kjara­samningsins.“

Vilja lengra or­lof fyrir alla

Þá er krafist þess að fé­lagar Eflingar sem starfa á al­menna vinnu­markaðinum fái 30 daga or­lof, líkt og þeir fé­lagar sem starfa hjá hinu opin­bera.

„Verka- og lág­launa­fólk hrökklast af vinnu­markaði fyrir aldur fram sökum slítandi vinnu og lífs­líkur þeirra mælast jafn­vel styttri en annarra. Eflingar­fé­lagar hafa brýna þörf fyrir hvíld frá vinnu eins og aðrir,“ segir í kröfu­gerðinni.

Samninga­nefnd vill þá einnig um­ræðu um mögu­leika til styttingu vinnu­vikunnar hjá fé­lögum á al­menna vinnu­markaðinum, „án þess að af­leiðingin sé enn meira álag eða skerðing á nauð­syn­legri hvíld í vinnu.“

Strangar að­gerðir gegn launa­þjófnaðar

Krafist er því að strangar af­leiðingar verði fyrir launa­þjófnað. „Eflingar­fé­lagar hafa árum saman krafist að­gerða vegna kjara­samnings­brota. Tryggja þarf strangar af­leiðingar fyrir launa­þjófnað.“

„Stór­bæta þarf fram­fylgd þegar um­saminna réttinda í samningnum svo sem lág­marks­fyrir­vara um breytingar á vak­ta­plönum, gerð ráðninga­samninga og starfs­lýsinga sem rýma saman, hvíldar­tíma bíl­stjóra og við­unandi að­búnað í gistingu á ferðum um landið,“ segir í kröfu­gerðinni.