Skipuleggjendur mótmælanna við Austurvöll í dag hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau krefjast þess að allir þingmennirnir í svokölluðu „klausturs-máli“ segi af sér tafarlaust, ekki einungis úr flokki sínum heldur einnig frá störfum sínum á Alþingi.

Þau segja kröfurnar ekki „kurteisislegar beiðnir, þetta eru kröfur um tafarlausar breytingar“. 

Þau krefjast þess einnig að fram fari rannsókn á því sem kom fram í klausturs-upptökunum á þeim lögbrotum og brotum á siðareglum Alþingis sem upp komst í upptökunum, svo sem: 

• Drykkja á vinnutíma sem varðar við þingskapalög.
• Hrossakaup Bjarna Benediktssonar við Gunnar Braga og Sigmund Davíð varðandi Geir H. Haarde og sendiherrastöður sem varða við Almenn hegningarlög. 
• Skýrt brot á fjölda liða siðareglna alþingismanna. 
• Við krefjumst þess að breytingar verði gerðar á málum þannig að reka má þingmenn af Alþingi gerist þeir brotlegir við lög eða siðareglur Alþingismanna. Þá skulu varaþingmenn taka við stöðum þeirra sem er vísað frá Alþingi. 
• Auk þess krefjumst við tafarlausrar endurmenntunar allra starfsmanna Alþingis í jafnréttisfræðslu og eineltis málum.

Þau krefjjast þess að lokum að breytingar verði gerðar þannig hægt sé að reka þingmenn af Alþingi gerist þeir brotlegir í starfi á lögum eða siðareglum Alþingis og að varaþingmenn taki við stöðum þeirra. Þá krefjast þau þess einnig að allir starfsmenn Alþingis fari í endurmenntun í jafnréttis- og eineltisfræðslu. 

Undir þessar kröfur rita þau Andri Sigurðsson, Alexandra Kristjana Ægisdóttir , Arndís Jónasdóttir og Júlía Sveinsdóttir.