Páll Matthías­son, for­stjóri Land­spítalans, hvetur sam­starfs­fólk sitt til að fara sér­stak­lega var­lega utan vinnu næstu vikurnar. Í viku­legum for­stjóra­pistli sínum segir hann komandi vikur og mánuði verða krefjandi í bar­áttunni við Co­vid-19.

„CO­VID-19 far­sóttin er svo sannar­lega ekki búin. Fram undan eru krefjandi vikur og mánuðir. Okkur er öllum um­hugað um öryggi sjúk­linga, fjöl­skyldna, vina og okkar sjálfra og við leggjum okkur fram um að vanda um­gengni alls staðar, hvar sem við komum, með sótt­varnir í for­grunni,“ skrifa Páll.

Eins og þekkt er orðið kom upp hóp­sýking á Landa­koti í byrjun síðasta mánaðar. Síðan hefur bylgja far­aldursins farið hægt niður, þar til í síðustu viku þegar fjöldi smita fór skyndi­lega aftur upp. Í gær greindust tólf með veiruna innan­lands og voru þeir allir í sótt­kví.

Ljóst er að ekki mun skapast rými fyrir mjög miklar af­léttingar á sam­komu­tak­mörkunum fyrir jól og hefur Þór­ólfur Guðna­son sótt­varna­læknir sagt að lands­menn verði að búa sig undir annars konar jól í ár. Em­bætti land­læknis og al­manna­varnir hafa sagt það mjög á­ríðandi að vernda við­kvæma hópa yfir há­tíðirnar og mælt með því að lands­menn velji sér lítinn hóp nánustu ættingja til að um­gangast yfir há­tíðirnar.

Við starfs­menn Land­spítala segir Páll: „Við eigum auð­vitað öll einka­líf og sinnum öðru dags dag­lega en bara vinnunni, sem betur fer. En við verðum að fara var­lega, sér­stak­lega nú á næstu vikum þegar búast má við meiri um­gengi manna á milli. Far­sótta­nefnd Land­spítala er vakin og sofin yfir vel­ferð okkar allra í þessum far­aldri og hefur tekið saman gát­lista sem gott er fyrir stjórn­endur og starfs­menn að hafa í hand­raðanum nú þegar við stígum skrefin var­lega á­fram.“