Erlent

Krefja Rússa svara vegna árásarinnar

Theresa May sagði við breska þingið í dag að rússnesk stjórnvöld stæðu líklega að baki árás á fyrrverandi njósnara.

Theresa May,forsætisráðherra Bretlands, var harðorð í garð Rússa í ræðu sinni í dag. Fréttablaðið/EPA

Annað hvort var þetta bein aðgerð af hálfu rússneska ríkisins gegn okkar eigin landi, eða rússnesk yfirvöld hafa misst stjórn á taugaefni sem gæti valdið stórslysi og leyft því að enda í klóm annarra,“ sagði Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, í dag. May hélt í dag ræðu um mál fyrrverandi njósnarans Sergei Skripal sem eitrað var fyrir sunnudaginn 4 mars. BBC greinir frá. 

Skripal og 33 ára dóttir hans Yulia fundust meðvitundarlaus á bekk og var í fyrstu óvíst hvað komið hefði fyrir. Síðar kom í ljós að eitrað hefði verið fyrir þeim með stórhættulegu taugaeitri sem bresk stjórnvöld hafa nú sagt að hafi verið þróað í Rússlandi. May sagði í ræðu sinni í dag að Bretland yrði að vera tilbúið til þess að leggjast í stórtækar aðgerðir vegna málsins ef að Rússar hafa ekki gefið almenileg svör fyrir miðvikudaginn næstkomandi.

Feðginin eru enn á gjörgæslu eftir árásina. Skripal var dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi fyrir að njósna um landa sína fyrir Breta. Honum var sleppt árið 2010  veitt hæli í Bretlandi.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Ísrael

Netanja­hú hættir sem utan­ríkis­ráð­herra

Erlent

Ratclif­fe vinnur að því að koma milljörðum punda frá Bret­landi

Erlent

Leggja 200 prósent tolla á allar vörur frá Pakistan

Auglýsing

Nýjast

​For­maður ÍKSA lofaði upp í ermina á sér og harmar það

Sakar Bryn­dísi um hroka í garð verka­lýðs­for­ystunnar

Bryn­dís segir femín­ista hata sig: „Hvar er ég stödd?“

Opnar sig um HIV: „Tón­listin eins og græðis­­myrsl“

Fimm létust í skot­á­rás á ferða­manna­stað í Mexíkó

Shamima fæddi barn í flótta­manna­búðunum

Auglýsing