Erlent

Krefja Rússa svara vegna árásarinnar

Theresa May sagði við breska þingið í dag að rússnesk stjórnvöld stæðu líklega að baki árás á fyrrverandi njósnara.

Theresa May,forsætisráðherra Bretlands, var harðorð í garð Rússa í ræðu sinni í dag. Fréttablaðið/EPA

Annað hvort var þetta bein aðgerð af hálfu rússneska ríkisins gegn okkar eigin landi, eða rússnesk yfirvöld hafa misst stjórn á taugaefni sem gæti valdið stórslysi og leyft því að enda í klóm annarra,“ sagði Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, í dag. May hélt í dag ræðu um mál fyrrverandi njósnarans Sergei Skripal sem eitrað var fyrir sunnudaginn 4 mars. BBC greinir frá. 

Skripal og 33 ára dóttir hans Yulia fundust meðvitundarlaus á bekk og var í fyrstu óvíst hvað komið hefði fyrir. Síðar kom í ljós að eitrað hefði verið fyrir þeim með stórhættulegu taugaeitri sem bresk stjórnvöld hafa nú sagt að hafi verið þróað í Rússlandi. May sagði í ræðu sinni í dag að Bretland yrði að vera tilbúið til þess að leggjast í stórtækar aðgerðir vegna málsins ef að Rússar hafa ekki gefið almenileg svör fyrir miðvikudaginn næstkomandi.

Feðginin eru enn á gjörgæslu eftir árásina. Skripal var dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi fyrir að njósna um landa sína fyrir Breta. Honum var sleppt árið 2010  veitt hæli í Bretlandi.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Umhverfismál

Sátt um fram­kvæmd Parísar­sam­komu­lagsins

Umhverfismál

Tekist á um fram­kvæmd Parísar­sam­komu­lagsins í Katowice

Erlent

Viður­kenna Vestur-Jerúsalem sem höfuð­borg Ísrael

Auglýsing

Nýjast

Lög­reglan sinnt hátt í 60 verk­efnum í kvöld

Ís­lendingur í stór­bruna: „Ekki eitt stykki sem við náðum út“

Kalla eftir upp­lýsingum um í­grædd lækninga­tæki

Næstum búin að róa alla leið til Akureyrar

Far­þegi bundinn niður í vél á leið frá Detroit

„Gulu vestin“ mót­mæltu þvert á til­mæli stjórn­valda

Auglýsing