Erlent

Krefja Rússa svara vegna árásarinnar

Theresa May sagði við breska þingið í dag að rússnesk stjórnvöld stæðu líklega að baki árás á fyrrverandi njósnara.

Theresa May,forsætisráðherra Bretlands, var harðorð í garð Rússa í ræðu sinni í dag. Fréttablaðið/EPA

Annað hvort var þetta bein aðgerð af hálfu rússneska ríkisins gegn okkar eigin landi, eða rússnesk yfirvöld hafa misst stjórn á taugaefni sem gæti valdið stórslysi og leyft því að enda í klóm annarra,“ sagði Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, í dag. May hélt í dag ræðu um mál fyrrverandi njósnarans Sergei Skripal sem eitrað var fyrir sunnudaginn 4 mars. BBC greinir frá. 

Skripal og 33 ára dóttir hans Yulia fundust meðvitundarlaus á bekk og var í fyrstu óvíst hvað komið hefði fyrir. Síðar kom í ljós að eitrað hefði verið fyrir þeim með stórhættulegu taugaeitri sem bresk stjórnvöld hafa nú sagt að hafi verið þróað í Rússlandi. May sagði í ræðu sinni í dag að Bretland yrði að vera tilbúið til þess að leggjast í stórtækar aðgerðir vegna málsins ef að Rússar hafa ekki gefið almenileg svör fyrir miðvikudaginn næstkomandi.

Feðginin eru enn á gjörgæslu eftir árásina. Skripal var dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi fyrir að njósna um landa sína fyrir Breta. Honum var sleppt árið 2010  veitt hæli í Bretlandi.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

Segir sannar­lega út­lit fyrir að Khas­hoggi sé látinn

Spánn

Kirkj­an sam­þykk­ir að greið­a borg­inn­i 41 millj­ón evra

Erlent

Enn fleiri í hættu á hungursneyð í Jemen

Auglýsing

Nýjast

Hand­­a­v­inn­­u­­kenn­­ar­­i fær ekki bæt­­ur eft­­ir ­­slys í kennsl­u­stof­u

Inn­­kaup­­a­r­egl­­ur brotn­­ar við end­ur­gerð bragg­­ans

Þriggja bíla árekstur á Reykjanesbraut

Egill í Brim­borg þjarmar enn að RÚV vegna Kveiks

Falsaði hæfni­próf til að fá flug­liða­skír­teini

Á­góði sýninga á Lof mér að falla til Frú Ragn­heiðar

Auglýsing