Tuttugu og sex þingmenn úr fjórum flokkum krefjast óháðrar skýrslu frá Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra um um forsendur og áhrif breytinga á framkvæmd skimunar fyrir krabbameinum í leghálsi.

Samkvæmt þingskaparlögum verður ráðherra við slíkri beiðni ef níu eða fleiri þingmenn leggja fram hana fram. Flutningsmenn beiðninnar koma úr Viðreisn, Samfylkingu, Pírötum og Miðflokki. Þess er óskað að skýrslan verði unnin af óháðum aðila og að samráð verði haft við þingflokka um þann sem fenginn verður til starfans.

Beðið er um að heilbrigðisráðherra flytji Alþingi skýrslu um forsendur að baki þeirri ákvörðun að semja við erlenda rannsóknarstofu um að sinna greiningum á sýnum, við hverja haft var samráð áður en ákveðið var að fara með verkefnið til Hvidovre -sjúkrahússins í Kaupmannahöfn.

Einnig skal ráðherra svara því hver áhrifin verða á aðgengi að sýnum fyrir sérfræðinga innan heilbrigðiskerfis hérlendis sem og hver kostnaður verði við greiningu sýnanna. Þá er spurt hvort og hvernig heilbrigðisráðuneytið hafi metið greiningargetu meinafræðideildar Landspítalans.

Spurt er einnig um öruggi skimana, meðal annars vegna aðgengis, flutninga og samskipta milli landa. Og að síðustu hver áhrif verði á sérhæfð störf við greiningar sýna vegna krabbameinsskimunar á Íslandi, þar með talið hvort störf glatist og þá hversu mörg.

Þær breytingar sem orðið síðan skimun fyrir leghálskrabbameini voru færðar frá Krabbameinsfélaginu til hins opinbera eru leghálssýnin eru flutt úr landi til greiningar í Danmörku. Gagnrýni hefur verið hörð á það. Læknafélag Íslands hefur ályktað að með því að flytja úr landi rannsóknarhluta leitarstarfsins hvað varðar krabbameinsleit í leghálsi, séu mikilvæg sérhæfð störf lögð niður og flutt úr landi.

Samhljóma er afstaða Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna, Félags íslenskra rannsóknarlækna og meirihluta fagráðs um skimun fyrir leghálskrabbameini.

Þá hefur því verið haldið fram að hætta sé á að sérfræðiþekking innanlands kunni að glatast og jafnframt að færsla rannsóknarhlutans geti haft áhrif á rannsóknir innanlands að öðru leyti.

Til Danmerkur skulu sýnin send og rannsökuð
Mynd/hvidovrehospital.dk

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra sagði í umræðum á Alþingi í vikunni að nú sé skipt við vottaða rannsóknarstofu og niðurstöður þaðan bærust fyrr en hingað til.