Ingileif Friðriksdóttir, baráttu- og fjölmiðlakona, segir foreldra ekki hafa verið meðvitaða um fordóma ungmenna í garð hinsegin fólks sem hefur að miklu leyti átt sér stað í umræðum á samfélagsmiðlinum TikTok.

Ingileif fjallaði um málið í Kastlósi á RÚV í vikunni ásamt Bjarna Snæbjörnssyni leikara þar sem þau segja frá því hvering fordómar hafa aukist síðustu vikur og mánuði. „Það er alveg ljóst að sam­fé­lagið og for­eldar vilja bregðast við og eru í raun mörg hver ó­með­vituð um að þetta sé í gangi,“ upplýsir Ingi­leif í samtali við Fréttablaðið.


Upp­lýsinga­ó­reiða og gamlar mýtur

Spurð hvers vegna bak­slag af þessum toga eigi sér stað í sam­fé­lagi sem okkar, sem virðist vera komið langt í réttinda­bar­áttu hin­segin fólks, „Ég held að þetta séu alls konar sam­verkandi þættir. Þetta eru börn sem voru inni í tvö ár í Co­vid, vorum mikið í símanum sem þau höfðu kannski ekki verið áður,“ segir Ingi­leif og bætir við það sé mjög mikið að­gengi að upp­lýsingum á fyrr­nefndum miðli.

„Það er mikið af haturs­fullu efni á TikTok og á­kveðin upp­lýsinga­ó­reiða sem hefur átt sér stað bæði í kjöl­far á­standsins í heiminum síðast­liðin þrjú ár en þá eru við einnig að sjá alls konar bakslög í kjöl­far Co­vid í öðrum Evrópu­ríkjum,“ upp­lýsir Ingi­leif og nefnir þar Pól­land og Ung­verja­land þar sem bakslag hefur komið í baráttu minni­hluta­hópa. „Það auð­vitað smitast hingað og er að raun­gerast hér eins og annars staðar.“

„Þessir krakkar eru ekki endi­lega komin með gagn­rýna hugsunum það hvað sé rétt eð rangt í þessum hlutum svo virðist sem það er búið að búa til alls konar mýtur hjá þeim við í hin­segin sam­fé­laginu héldum að væri búið að út­rýma fyrir tugum ára,“ segir Ingi­leif.


Trend að gelta að hin­segin fólki

Spurð hvar fólk verði fyrir for­dómum: „Það er til dæmis ein trans stelpa á TikTok sem er með ó­geðs­leg comment undir eigin­lega öllum myndunum af sér,“ upp­lýsir Ingi­leif. „Það var líka til dæmis yfir tvö hundruð nei­kvæð comment á mynd Te og Kaffi með regn­boga­bolla á TikTok þar sem fólk sagðist ekki ætla að fara þangað aftur.“

Þá á sér á­kveðið trend sér stað á TikTok þar sem fólk er að taka upp hin­segin fólk úti á götu og gelta á það. „Þetta á sér stað úti um allan heim og á að þykja fyndið,“ segir Ingi­leif.

„það er sorg­leg stað­reynd að ungir hin­segin ein­staklingar taka sitt eigið líf og á það stóran hlut að þau hafa lent í miklu of­beldi og á­reiti, það er eitt­hvað sem við verðum að taka al­var­lega.“

Börn ekki vond í grunninn

„Krakkarnir virðast gleyma að það eru mann­eskjur þarna á bak við sem verða fyrir þessu. Það er ekkert fyndið að taka þátt í svona hatri sem getur leitt af sér skelfi­legar af­leiðingar því við erum að sjá að ungir hin­segin ein­staklingar lifa þetta ekki af,“ upp­lýsir Ingi­leif og heldur á­fram: „það er sorg­leg stað­reynd að ungir hin­segin ein­staklingar taka sitt eigið líf og á það stóran hlut að þau hafa lent í miklu of­beldi og á­reiti, það er eitt­hvað sem við verðum að taka al­var­lega.“

„Við verðum að hafa í huga að börn eru ekki vond í grunninn og þau ætla sér ekki, að mig langar að trúa, að vilja taka þátt í þessu en leiðast út á þessa braut þegar þau sjá svo mikið af slíku um efni og um­ræðu. Það sem þú sérð verður auð­vitað normal­iserað,“ upp­lýsir Ingi­leif.


Stöndum saman!

„Við erum komin svo langt og erum búin að eiga stóra og mikla og bar­áttu og að baki og við viljum halda þeirri stöðu að vera eitt af þeim ríkjum í heimum sem hvað frjáls­lyndast og það er auð­velt að missa tökin ef maður sofnar á verðinum. Við viljum biðla til ís­lensku þjóðarinnar að standa saman og reyna að snúa þessari þróun við svo við missum ekki tökin,“ segir Ingi­leif í lokin.