Ingileif Friðriksdóttir, baráttu- og fjölmiðlakona, segir foreldra ekki hafa verið meðvitaða um fordóma ungmenna í garð hinsegin fólks sem hefur að miklu leyti átt sér stað í umræðum á samfélagsmiðlinum TikTok.
Ingileif fjallaði um málið í Kastlósi á RÚV í vikunni ásamt Bjarna Snæbjörnssyni leikara þar sem þau segja frá því hvering fordómar hafa aukist síðustu vikur og mánuði. „Það er alveg ljóst að samfélagið og foreldar vilja bregðast við og eru í raun mörg hver ómeðvituð um að þetta sé í gangi,“ upplýsir Ingileif í samtali við Fréttablaðið.
Upplýsingaóreiða og gamlar mýtur
Spurð hvers vegna bakslag af þessum toga eigi sér stað í samfélagi sem okkar, sem virðist vera komið langt í réttindabaráttu hinsegin fólks, „Ég held að þetta séu alls konar samverkandi þættir. Þetta eru börn sem voru inni í tvö ár í Covid, vorum mikið í símanum sem þau höfðu kannski ekki verið áður,“ segir Ingileif og bætir við það sé mjög mikið aðgengi að upplýsingum á fyrrnefndum miðli.
„Það er mikið af hatursfullu efni á TikTok og ákveðin upplýsingaóreiða sem hefur átt sér stað bæði í kjölfar ástandsins í heiminum síðastliðin þrjú ár en þá eru við einnig að sjá alls konar bakslög í kjölfar Covid í öðrum Evrópuríkjum,“ upplýsir Ingileif og nefnir þar Pólland og Ungverjaland þar sem bakslag hefur komið í baráttu minnihlutahópa. „Það auðvitað smitast hingað og er að raungerast hér eins og annars staðar.“
„Þessir krakkar eru ekki endilega komin með gagnrýna hugsunum það hvað sé rétt eð rangt í þessum hlutum svo virðist sem það er búið að búa til alls konar mýtur hjá þeim við í hinsegin samfélaginu héldum að væri búið að útrýma fyrir tugum ára,“ segir Ingileif.
Trend að gelta að hinsegin fólki
Spurð hvar fólk verði fyrir fordómum: „Það er til dæmis ein trans stelpa á TikTok sem er með ógeðsleg comment undir eiginlega öllum myndunum af sér,“ upplýsir Ingileif. „Það var líka til dæmis yfir tvö hundruð neikvæð comment á mynd Te og Kaffi með regnbogabolla á TikTok þar sem fólk sagðist ekki ætla að fara þangað aftur.“
Þá á sér ákveðið trend sér stað á TikTok þar sem fólk er að taka upp hinsegin fólk úti á götu og gelta á það. „Þetta á sér stað úti um allan heim og á að þykja fyndið,“ segir Ingileif.
„það er sorgleg staðreynd að ungir hinsegin einstaklingar taka sitt eigið líf og á það stóran hlut að þau hafa lent í miklu ofbeldi og áreiti, það er eitthvað sem við verðum að taka alvarlega.“
Börn ekki vond í grunninn
„Krakkarnir virðast gleyma að það eru manneskjur þarna á bak við sem verða fyrir þessu. Það er ekkert fyndið að taka þátt í svona hatri sem getur leitt af sér skelfilegar afleiðingar því við erum að sjá að ungir hinsegin einstaklingar lifa þetta ekki af,“ upplýsir Ingileif og heldur áfram: „það er sorgleg staðreynd að ungir hinsegin einstaklingar taka sitt eigið líf og á það stóran hlut að þau hafa lent í miklu ofbeldi og áreiti, það er eitthvað sem við verðum að taka alvarlega.“
„Við verðum að hafa í huga að börn eru ekki vond í grunninn og þau ætla sér ekki, að mig langar að trúa, að vilja taka þátt í þessu en leiðast út á þessa braut þegar þau sjá svo mikið af slíku um efni og umræðu. Það sem þú sérð verður auðvitað normaliserað,“ upplýsir Ingileif.
Stöndum saman!
„Við erum komin svo langt og erum búin að eiga stóra og mikla og baráttu og að baki og við viljum halda þeirri stöðu að vera eitt af þeim ríkjum í heimum sem hvað frjálslyndast og það er auðvelt að missa tökin ef maður sofnar á verðinum. Við viljum biðla til íslensku þjóðarinnar að standa saman og reyna að snúa þessari þróun við svo við missum ekki tökin,“ segir Ingileif í lokin.
Hér má heyra dæmi um það sem er að gerast. Hér eru ungir strákar að senda randomly á ungan hinsegin einstakling (allt börn). Sem þeir þekkja ekki neitt. Þeir búa í öðrum landshluta og ödduðu viðkomandi bara á Snapchat og byrjuðu að senda þetta. Og ekki einsdæmi. Því miður 😞 pic.twitter.com/5WhtqHTN58
— María Rut (@mariarutkr) October 10, 2022