Peugeot 508 Sport Engineered var sýndur í tilaraunaútgáfu á bílasýningunni í Genf í fyrra með 400 hestafla vélbúnaði en framleiðsluútgáfa verður eitthvað kraftminni en heldur þó fjórhjóladrifinu. Verður bíllinn með 1,6 lítra PureTech bensínvél með forþjöppu sem skilar 197 hestöflum ásamt tveimur rafmótorum. Það þýðir að bíllinn verður eitthvað nálægt 350 hestöflum samtals en Peugeot hefur ekki gefið upp hestaflatölu ennþá. Búast má við allt að 60 km drægi á rafmótorunum einum saman. Innandyra má búast við nýrri innréttingu með körfustólum og stýri úr koltrefjum, ásamt stærri upplýsingaskjám.