Af þeim 12 sem fengu nýtt lyf er nefnist Dostarlimab læknuðust allir af endaþarmskrabbameini og munu ekki þurfa að gangast undir frekari aðgerðir.

Þetta kemur fram á vef nbcnewyork.com en niðurstöðurnar fengust í nýlegri krabbameinsrannsókn sem framkvæmd var á Memorial Sloan Kettering sjúkrahúsinu í New York í Bandaríkjunum.

„Við teljum að þetta sé í fyrsta skipti í sögu rannsókna sem þetta gerist“ sagði Dr Luis A. Diaz Jr. Í viðtali við The New York Times en hann fór fyrir starfshópnum sem framkvæmdi rannsóknina.

Rannsókninn fór fram á krabbameinsdeild Memorial Sloan Kettering í New York
Mynd/getty

Niðurstöðurnar eru sérstaklega góðar fyrir þátttakendur hennar en margir þeirra sáu fram á að þurfa að gangast undir erfiðar og takmarkandi aðgerðir sem hefðu getað leitt til vanstarfsemi í meltingu, þvagrás eða kynfærum.

„Það voru margir sem feldu hamingjutár“ sagði Dr. Andrea Cercek einn af sérfræðingum rannsóknarinnar.

En eins og áður segir eru allir sjúklingarnir nú án krabbameinseinkenna og munu ekki þurfa frekari læknisaðstoð.

Þrátt fyrir að niðurstöðurnar séu virkilega jákvæðar mun hinsvegar þurfa frekari rannsóknir til þess að sýna fram á gildi lyfsins.

Einnig er óvíst hvort lyfið hafi þýðingu fyrir aðrar tegundir af krabbameini en frekari rannsóknir fara nú fram á notkunarmöguleikum lyfsins.