Creditin­fo- Láns­traust sendi frá sér frétta­til­kynningu í kvöld þar sem tekið er fram að krafa Neyt­enda­sam­takanna og ASÍ, um að Creditin­fo hætti að skrá ein­stak­linga og fyrir­tæki á van­skila­skrá, er „greini­lega á mis­skilningi byggð“ og í raun „óskiljanaleg.“

Fyrr í dag sendi ASÍ og Net­enda­sam­tökin frá sér til­kynningu þar sem þau krefjast þess að Creditin­fo skrái eintak­linga og fyrir­tæki á van­skila­skrá vegna greiðsluvanda sem tengja má við kórónuveirufaraldinn. Í sam­eigin­legri yfir­lýsingu sögðu þau skráningu á van­skila­skrá vera í­þyngjandi og hafa lang­varandi af­leiðingar fyrir þá sem þar lenda. Þetta eigi sér­stak­lega við í ljósi þess að Creditin­fo sem hafi heimild til þess að halda aðilum á van­skila­skrá í fjögur ár eftir að þeir gera upp skuldir sínar.

„Það eru kröfu­hafar/ lán­veit­endur sem óska eftir skráningu á van­skila­skrá, það er ekki Creditin­fo sem velur hverja skuli skrá og hverja ekki. Kröftum ASÍ og NS er því betur varið í að beina at­hygli sinni þangað en til Creditin­fo ef þið ætlið að taka þessa um­ræðu,“ segir í frétta­til­kynningu Creditin­fo.

Verið að innleiða mikið af úrræðum vegna COVID-19


Þá tekur Creditin­fo fram að miðað við öll þau úr­ræði sem verið er að inn­leiða í dag vegna CO­VID-19 hjá lán­veit­endum, bæði fyrir ein­stak­linga og fyrir­tæki, er ljóst að allir eru virki­lega að vanda sig við að koma til móts við þá sem lenda í vand­ræðum vegna þessa á­stands og ljóst að mjög margir munu fá nauð­syn­lega fyrir­greiðslu og þ.a.l. ekki lenda á van­skila­skrá.

„Kröfur berast ekki til Creditin­fo til skráningar fyrr en eftir að minnsta kosti 40+ daga van­skil. Því eru þær kröfur sem er verið að skrá t.d. núna og munu berast næstu mánuði til skráningar til komnar vegna að­stæðna fyrir CO­VID-19.“ Þá segir Creditinfo einnig að það verður nægur tími fyrir við­komandi aðila að fá fyrir­greiðslu eða þiggja úr­ræði hjá sínum lánar­drottnum áður en til skráningar kemur.

„Að þessu sögðu þá er krafa ASÍ og NS ó­skiljan­leg. Van­skila­skrá er nauð­syn­legt tæki til á­hættu­stýringar fyrir ís­lenska lán­veit­endur en ekki síður til þess að vernda neyt­endur,“ segir í frétta­til­kynningu Creditin­fo.