„Mjög margir neyt­endur nú til dags eru í engum tengslum við fram­leiðsluna. Við verðum að fræða fólk um þetta,“ segir Ólafur Dýr­munds­son, bú­vísinda­maður.

Ólafur hefur unnið að dýra­vel­ferðar­málum og starfaði sem sér­fræðingur innan Bænda­sam­takanna um langt ára­bil. Rætt var við Ólaf á Frétta­vaktinni á Hring­braut í gær­kvöldi.

„Við erum alltaf að biðja um ó­dýrari og ó­dýrari mat­væli, en það eru skugga­hliðar á þessu. Krafan um ó­dýrari mat­væli er í raun dýr blekking,“ segir Ólafur.

„Hvað varðar hænsni og ali­fugla þá hefur verið gríðar­legt kyn­bóta­starf í gangi. Það er verið að rækta fugla sem skila miklum af­urðum í eggjum og kjöti. En það eru að koma fram gallar á þessu og það verður að taka á því,“ segir Ólafur.

„Efnið sem er fram­leitt úr mera­blóði er notað í svína­fram­leiðslu og ef við tökum svín sem dæmi þá þótti á­gætt fyrir 50 árum að fá átta til tíu grísi í goti. Nú þykir það ekki við­unandi. Menn vilja fá fleiri grísi í hverju goti og þá er verið að nota frjó­semis­hormóna. En dýrin eru ekki byggð til að bera þetta, hafa ekki beina­byggingu til þess,“ segir Ólafur.

Í svína­rækt hefur grísum fjölgað í hverju goti í nafni hag­kvæmni, en oft á kostnað dýra­vel­ferðar.
Fréttablaðið/Auðunn Níelsson

Hann segir sömu sögu að segja um varp­hænur, en bein þeirra brotna vegna á­lags.

Ólafur segir enn fremur að reynt sé að hafa eftir­lit með þessum málum, en að á­standið sé ekki við­unandi. Það þurfi að endur­skoða hvernig við fram­leiðum mat­væli, bæði hér á landi og er­lendis.