Allar krabbameinsskoðanir færast frá Krabbameinsfélaginu til Heilsugæslunnar, Landspítalans og Sjúkrahússins á Akureyri eftir rúmt ár. RÚV greinir frá.

Skimun fyrir krabbameini í brjóstum munu þá fara fram á Landspítalanum og Sjúkrahúsinu á Akureyri og munu heilsugæslustöðvar taka yfir skimun fyrir leghálskrabbameini. Samningur heilbrigðisyfirvalda við Krabbameinsfélag Íslands um skimun fyrir krabbameini rennur út í árslok 2020.

Embætti landlæknis og skimunarráð skiluðu Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra tillögum að breyttu skipulagi á stjórnun, staðsetningu og framkvæmd skimana fyrir krabbameinum nú á dögunum.

Skimunarráð skoðaði sérstaklega aðkomu heilsugæslu að skimunum og íhugaðu aðkomu Krabbameinsskráar, Krabbameinsfélags Íslands og Hælsugæslunnar.

„Við teljum mikilvægt að halda í þá þekkingu og reynslu sem hjá þessum aðilum býr. Við teljum rétt að allar hafi þær aðkomu að skimun í íslenskri heilbrigðisþjónustu. Mikilvægt er þó að skerpa betur hlutverk þeirra og ábyrgðarsvið ásamt því að setja skýrari línur varðandi samstarf og upplýsingamiðlun,“ segir í tillögu skimunarráðs.

Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir markmiðið vera að fá fleiri yngri konur til að koma í skimun. Hann vonast til þess að skimun verði þá ókeypis. Ekki hefur fengist staðfest hversu miklir fjármunir fylgi eða hvað verði um starfsemi Krabbameinsfélagsins.