Líkt of fram hefur komið í fjöl­miðlum hefur skjól­stæðingur Krabba­meins­fé­lagsins verið greindur með leg­háls­krabba­mein þrátt fyrir að hafa fengið nei­kvæða niður­stöðu í leg­háls­skimun hjá Leitar­stöð Krabba­meins­fé­lagsins árið 2018. Leg­háls­sýni konu, sem komið hafði í skoðun hjá kven­sjúk­dóma­lækni og sent var til rann­sóknar á frumu­rann­sóknar­stofu Leitar­stöðvarinnar var rang­lega greint.

Krabba­meins­fé­lagið sendi frá sér til­kynningu vegna málsins í kvöld en þar kemur fram að starfs­maðurinn sem greindi sýnið hafi látið af störfum hjá Leitar­stöðinni að eigin ósk í febrúar á þessu ári.

„Strax og málið kom upp, í lok júní síðast­liðnum, fór í gang víð­tæk endur­skoðun á þeim sýnum sem við­komandi starfs­maður frumu­rann­sóknar­stofu Leitar­stöðvar Krabba­meins­fé­lagsins hafði rann­sakað. Kom þá í ljós að fleiri sýni, sem hann hafði rann­sakað á árinu 2018, voru talin gefa á­stæðu til frekari skoðunar. Tekið skal fram að ekkert þeirra til­fella var jafn al­var­legt og fyrr­greint mál þar sem um var að ræða mun vægari frumu­breytingar og er því að öllum líkindum um ein­angrað til­vik að ræða. Um 2,5% sýna starfs­mannsins hafa verið metin á þann hátt að á­stæða sé til að boða við­komandi konur í frekari skoðun,“ segir í til­kynningu Krabba­meins­fé­lagsins.

„Krabba­meins­fé­lagið telur rétt að upp­lýsa að starfs­maðurinn, sem málið snertir, hafði verið í veikinda­leyfi um nokkurt skeið en tekið skal fram að ekki er hægt að full­yrða að heilsu­brestur starfs­mannsins hafi stuðlað að því sem gerðist. Hann lét af störfum hjá Leitar­stöðinni að eigin ósk í febrúar 2020,“ segir þar enn fremur.

Skýrar reglur gilda um það þegar al­var­leg at­vik sem þessi koma upp á heil­brigðis­stofnunum. Þegar í ljós kom í lok júní síðast­liðnum að um slíkt at­vik væri að ræða til­kynntu stjórn­endur Leitar­stöðvar Krabba­meins­fé­lagsins sam­stundis um það til Em­bættis land­læknis, auk þess sem við­bragðs­á­ætlun fé­lagsins var virkjuð, segir í til­kynningunni.

Við­brögð Krabba­meins­fé­lagsins hafa falist í eftir­farandi að­gerðum:

  • Hafin hefur verið ítar­leg rann­sókn á at­vikinu og er Em­bætti land­læknis, sem einnig fram­kvæmir sína eigin sjálf­stæðu rann­sókn, upp­lýst um niður­stöður hennar jafn óðum.
  • Endur­skoðun sýnanna hófst í júlí síðast­liðnum og nær yfir 6.000 sýni frá árunum 2017-2019 sem um­ræddur starfs­maður hafði haft með höndum. Nú hafa 1.800 sýni verið skoðuð aftur og af þeim hefur þótt á­stæða til að kalla 2,5% við­komandi kvenna í frekari skoðun.
  • Haft hefur verið sam­band við konuna sem greinst hafði og þær upp­lýsingar stað­festar að sýnið hafi verið rang­lega greint árið 2018.
    Þá var starfs­maðurinn, sem þá hafði fyrir nokkru látið af störfum, einnig upp­lýstur um málið og honum veittur að­gangur að á­falla­hjálp.
  • Haft hefur verið sam­band við þær konur þar sem endur­skoðun sýna hefur leitt í ljós frumu­breytingar. Hingað til hafa um 2,5% sýna þessa til­tekna starfs­manns á þessu tíma­bili gefið til­efni til að kalla konur í aðra skoðun. Í engum af þeim til­fellum hefur krabba­mein verið greint.
    Konur sem kallaðar eru í aðra skimun fá flýti­með­ferð og fá niður­stöðu skimunarinnar innan tveggja daga nú í stað 4-6 vikna áður. Í þeim til­fellum sem tekin eru HPV sýni lengist þessi tími um 5 daga í við­bót. HPV veiran (Human Papill­oma Virus) er veiran sem or­sakar leg­háls­krabba­mein.
  • Þá hefur verið bætt við mann­afla á leitar­stöðinni til að flýta endur­skoðun þeirra sýna sem rann­sóknin nær til.
  • Í kjöl­far þess að málið kom til um­fjöllunar í fjöl­miðlum hefur fé­lagið óskað eftir upp­lýsingum frá lög­manni konunnar, sem sagst hefur í fjöl­miðlum vera með upp­lýsingar um eitt eða tvö mál til við­bótar, svo hægt sé að skoða þau sér­stak­lega. Þá hefur Krabba­meins­fé­lagið einnig óskað eftir að Em­bætti land­læknis taki þau mál til skoðunar.