Innlent

Kostu­leg net­tenging Birgis Ár­manns­sonar við VG

Birgir Ár­manns­son, þing­flokks­for­maður Sjálf­stæðis­flokksins, gaf heima­síðuna og lénið birgir.is upp á bátinn fyrir nokkrum árum. Sá sem tók við léninu hefur í góðu gríni beint um­ferð þangað yfir á heim­síðu VG.

Birgir Ármannsson (til vinstri) gaf bloggið upp á bátinn fyrir löngu síðan.

Ég hef nú ekki sinnt þessu í mörg ár,“ segir Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Gamla heimasíðan hans, birgir.is, vísar nú inn á heimasíðu Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, vg.is. Áskrift hans að léninu rann út fyrir nokkru síðan en í samtali við Fréttablaðið segist hann ekki hafa sinnt síðunni af neinu ráði í sex eða sjö ár.

Á vefsíðunni ISNIC, þar sem sjá má yfirlit yfir skráningu .is léna, kemur fram Birgir sé ekki lengur skráður fyrir síðunni. Í janúar á þessu ári var gerð breyting á skráningaraðila lénsins. 

Flutti umferðina í ópólitískum fíflagangi

Andri Lima heitir maðurinn sem keypti lénið og segir hann í samtali við Fréttablaðið að hann hafi tekið eftir því að lénið birgir.is væri laust og ákveðið að kaupa það. Í kjölfarið hafi hann komist að því hver hafi átt það á sínum tíma, þingmaðurinn og fyrrum bloggarinn Birgir.

„[...]í einhverjum fíflagangi þá fannst mér það fyndið að færa alla umferð inn á vg.is,“ segir Andri en ítrekar þó að ákvörðunin hafi ekkert með pólitík að gera. Um væri að ræða saklaust grín.

Tilbúinn að láta Birgi hafa lénið aftur

Hann segist enn fremur vera boðinn og búinn til þess að afhenda Birgi lénið að nýju vilji hann eitthvað með það hafa. Þónokkur umferð sé í gegnum lénið og hljóti Birgir því að sakna þess.

Þegar nafni Birgis er flett upp á vef Alþingis má sjá að vefsíðan birgir.is er enn skráð sem heimasíða hans en hann segir að það séu leifar frá fyrri tíð. Hann þurfi eitthvað að athuga hvernig því sé háttað.

„Það er svolítið kostulegt ef þetta tengist VG,“ sagði Birgir að lokum og virtist hafa húmor fyrir breytingunni á léninu.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Hnífstunguárás í Kópavogi

Innlent

Tafir vegna vöru­bíls sem fór á hliðina á Holta­vörðu­heiði

Innlent

Kolfinna: „Voðalega á ég flottan pabba“

Auglýsing

Nýjast

Földu sig á klósettinu: „Ég er mjög hræddur“

Nýr BMW 7 með risagrilli

Segist ekki hafa verið beittur þrýstingi í máli Gunnars Braga

„Nú þurfa menn bara að hugsa út fyrir boxið“

Enn ekki tekist að ná drengnum úr borholunni

Dóna­skapur að verða ekki við beiðnum þing­manna um fund

Auglýsing