„Samkvæmt tölum National Geo­graphic er samfélagslegur kostnaður vegna lélegrar svefnheilsu í Bandaríkjunum yfir 400 milljarðar dollara ári. Í Japan er það næstum 140 milljarðar dollara og í Þýskalandi um 60 milljarðar dollara. Séu þessar tölur yfirfærðar á Ísland má gera ráð fyrir að á hverju ári sé samfélagslegur kostnaður hér á landi vegna lélegrar svefnheilsu um 50 milljarðar króna eða sem samsvarar kostnaðinum við nýjan Landspítala á ári hverju,“ segir Pétur Már Halldórsson, framkvæmdastjóri svefnrannsóknafyrirtækisins Nox Medical.

Fyrirtækið er eitt fremsta fyrirtækið í heiminum í svefnrannsóknum og má áætla að það hafi hjálpað um 5 milljónum manna víða um heim við að fá lausn á svefnvandamálum sínum. „Við ætlum okkur enn stærri hluti við að leggja okkar lóð á vogarskálarnar að bættri svefnheilsu í heiminum enda er svefn einn lykilþátta í bættri lýðheilsu.“

Staðreyndir um svefn*

- Nýjustu rannsóknir sýna að 45% mannkyns glímir við svefnvandamál.

- Yfir 80 svefnvandamála hafa nú þegar verið greind og eru flest þeirra krónísk.

- 1 af hverjum 3 þjáist af svefnleysi

- 1 af hverjum 4 af kæfisvefni

- 1 af hverjum 10 af fótaóeirð

*tölur frá svefnrannsóknafyrirtækinu Nox Medical.

Umfjöllun um svefn má finna í Tilverunni, nýjum fréttakafla Fréttablaðsins.