Heild­ar­kostn­að­ur Guð­mund­ar Andra Ást­ráðs­son­ar við rekstur Landsréttarmálsins fyrir bæði dómdeildinni sem dæmdi málið í mars 2019 og fyrir yfirdeild Mann­rétt­ind­a­dóm­stól­s Evróp­u (MDE), nam rúmum 9,6 millj­ón­um krón­a auk virðisaukaskatts og útlagðs kostnaðar vegna ferð­a, hót­el­gist­ing­a og þýð­ing­a að kröf­u MDE sem nam 1,2 millj­ón­um krón­a. Þetta kemur fram í dómkröfum Guðmundar Andra eins og þeirra er getið í dómi yfirdeildar réttarins.

Til samanburðar greiddi ríkið erlendum sérfræðingum sem komu að málsvörn íslenska ríkisins 36 milljónir króna, að því er fram kemur í svar­i Ás­laug­ar Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur dóms­mál­a­ráð­herr­a við fyr­ir­spurn Helg­u Völu Helg­a­dótt­ur, þing­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sem birt var á vef Alþingis á þriðjudag.

Í svarinu er ekki metinn sérstaklega almennur kostnaður embættis ríkislögmanns sem annaðist málsvörn ríkisins fyrir MDE. Aðeins er getið um aðkeypta þjónustu hinna erlendu sérfræðinga.

Yfir­deild MDE dæmd­i rík­ið til að greið­a Guðmundi Andra 20 þús­und evr­ur í máls­kostn­að, eða 3.164.000 krónur, að við­bætt­um virð­is­auk­a­skatt­i (á tvær milljónir króna). Honum höfðu áður verið dæmdar 15.000 evrur með fyrri dómi MDE í mars 2019 en þær komu ekki til greiðslu þar sem ríkið óskaði endurskoðunnar yfirdeildarinnar.

Segja má að Guðmundur Andri eða eftir atvikum lögmaður hans, hafi sjálfur borið allan kostnað af þeirri ákvörðun ríkisins, enda aðeins um þriðjungur þess kostnaðar sem hann hafði af rekstri málsins í Strassborg verið dæmdur honum í málskostnað þrátt fyrir að hann hafi unnið málið bæði fyrir almennu deildinni og yfirdeildinni.

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður, við málflutning fyrir Mannréttindadómstól Evrópu.
Mynd/Skjáskot

Samkvæmt fyrrnefndu svari ráðherra er kostnaður ríkisins vegna skip­un­ar dóm­ar­a við Lands­rétt tæp­ar 150 millj­ón­ir krón­a, en þá er ekki allt talið. Í svarinu er ekki talinn kostn­að­ur vegn­a starfs dóm­nefnd­ar um hæfn­i um­sækj­end­a um em­bætt­i dóm­ar­a við Lands­rétt, aug­lýs­ing­a­kostn­að­ur, þá er heldur ekki talinn kostnaður ríkislögmanns sem fyrr segir, né heldur kostnaður ákæruvaldsins við rekstur málsins fyrir innlendum dómstólum. Einnig vantar kostnað við setningu dómara við Landsrétt tímabundið vegna fjögurra dómara sem ekki gátu komið að dómstörfum eftir dóm MDE.

Enn á eftir að falla til kostaður vegna málsins. Til að mynda á eftir að ljúka að minnsta kosti sextán málum, af sama meiði og búið er að skjóta til MDE. Það sama gæti átt við um mál sem kunna að verða endurupptekin vegna málsins.

Þrátt fyrir fyrrnefndan þýðingarkostnað sem getið er um í svari ráðherra hefur íslensk þýðing á dómi yfirdeildar ekki enn verið birt á vef stjórnarráðsins. Þýðingu dómsins er ekki lokið að sögn Haf­liða Helg­a­sonar, upp­lýs­ing­a­full­trú­a dóms­mál­a­ráð­u­neyt­is­ins. Hann verð­i birt­ur á vef Stjórn­ar­ráðs­ins um leið og þýð­ing­u er lok­ið en ekki ligg­ur fyr­ir hve­nær það verð­ur.

Máls­kostn­að­ur Guð­mund­ar Andra og Vil­hjálms H. Vil­hjálms­son­ar, verj­and­a hans, var um 9,6 millj­ón­ir krón­a sam­kvæmt op­in­ber­um gögn­um. Vil­hjálm­ur vild­i ekki tjá sig um mál­ið er Frétt­a­blað­ið rædd­i við hann.