Kostnaður Eflingar við hóp­upp­sagnirnar á skrif­stofu fé­lagsins gæti numið 75 milljónir. Þetta kemur fram á nýrri síðu Eflingar þar sem spurningum er svarað um skipu­lags­breytingar á skrif­stofum Eflingar.

Póstur var sendur á fé­laga Eflingar í dag. Í honum segir að um­ræða sem hefur farið fram í fjöl­miðlum síðustu vikuna hafi á köflum verið „mjög van­stillt og byggð á röngum eða ó­full­komnum upp­lýsingum.“

Á síðunni kemur fram að stjórn Eflingar metur svo að breytingarnar séu nauð­syn­legar og að það sé „tíma­bært að ráðast í breytingar á úr­eltum ráðningar­kjörum.“

Upp­sagnirnar sagðar ó­hjá­kvæmi­legar

„Fremur en að hand­velja eða semja við hvern og einn úr starfs­manna­hópnum er farin sú leið að aug­lýsa öll störf og hvetja starfs­fólk til að sækja um,“ segir á síðunni. Sú leið er fag­leg og skyn­sam­leg, að mati Eflingar.

Mark­miðið er ekki að lækka laun starfs­fólks, heldur séu stöðu­gildum fækkað. Nýju launa­kerfi á að vera komið á, það kerfi á að vera gagn­særra. Það vekur þó at­hygli að neðar á síðunni segir að minnkun á launa­kostnaði til lengri tíma geti numið allt að 120 milljónum.

„Þótt hóp­upp­sögn sé við­kvæmt mál þá hefur verið staðið rétt og lög­lega að henni og réttindi allra starfs­manna eru virt“ þegar spurt er um hóp­upp­sögnina. Efling hefur gagn­rýnt hóp­upp­sagnir at­vinnu­rekanda í til­vikum þar sem þær voru fram­kvæmdar til að koma sér hjá launa­hækkunum.

„Efling mun á­fram bjóða sínu starfs­fólki góð og sann­gjörn kjör í fullu sam­ræmi við kjara­samninga og þær breytingar sem upp­sagnirnar eru liður í eru bæði nauð­syn­legar og raun­veru­legar.“

Bent á að leita að­stoðar hjá Eflingu

Starfs­mönnum sem sagt var upp er bent á að leita að­stoðar og ráð­gjafar hjá sínu stéttar­fé­lagi, það sé annað hvort VR eða Efling. „Starfs­mönnum sem eru fé­lags­menn í Eflingu stendur til boða að fá sömu að­stoð og aðrir fé­lags­menn í sams konar til­viki hjá öðrum at­vinnu­rekanda“ segir á síðunni, þegar spurt er um hvernig réttinda starfs­fólks er gætt í þessu ferli.

Vara­for­manni sagt upp

Tekið er fram á síðunni að engin undan­tekning var gerð á því að öllum ráðningar­samningum væri sagt upp, þar með talin var vara­for­maður Eflingar. Það á þó ekki að hafa á­hrif á lög­bundið hlut­verk hennar í skipun sem vara­for­maður. „Launað starf vara­for­manns á skrif­stofunni byggir á ráðningar­samningi og er að­skilið frá fé­lags­legri skipun hennar í stöðu vara­for­manns sem hún var kosin til að gegna“ segir á síðunni.

Sól­veig Anna Jóns­dóttir, for­maður Eflingar, var með ráðningar­samning, en sagði honum upp í nóvember síðast­liðnum og hefur ekki undir­ritað nýjan samning síðan þá. Hóp­upp­sögnin hefði náð til hennar ef hún hefði haft ráðningar­samning.

Frekari kröfur um tungu­mála­hæfni

Á síðunni er stað­fest að kröfum um tungu­mála­hæfni hafi verið breytt, núna er gerð krafa um að starfs­menn tali bæði ís­lensku- og ensku. Það sé gert til þess að allir starfs­menn geti þjónað fé­lags­menn.