Stjórnvöld í sjálfsstjórnarhéraðinu Hong Kong hafa frestað þingkosningum, sem áttu að fara fram í september, um eitt ár. Yfir hundrað smit á dag hafa greinst í Hong Kong undanfarna tíu daga.

„Þetta er erfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið undanfarna sjö mánuði,“ sagði Carrie Lam, leiðtogi heimastjórnarinnar.

Stjórnarandstaðan sakar yfirvöld um að nota kórónaveirufaraldurinn sem afsökun til að koma í veg fyrir að almenningur fái að kjósa.