Í­bú­a­kosn­ing­u á Hverf­ið mitt lýk­ur í kvöld á mið­nætt­i en þar geta Reyk­vík­ing­ar val­ið sér hverf­i til að kjós­a í. Alls hef­ur 450 millj­ón­um ver­ið skipt á mill­i hverf­a eft­ir í­bú­a­fjöld­a. Allir Reyk­vík­ing­ar sem verð­a 15 ára á þess­u ári og eldri geta kos­ið. Kosn­ing­a­ald­ur var lækk­að­ur í fyrr­a og er gert ráð fyr­ir mun meir­i þátt­tök­u þess hóps nú í ár.

Í­bú­ar í Mið­borg­inn­i hafa sleg­ið fyrr­a met sitt í kosn­ing­a­þátt­tök­u á síð­unn­i. Greint var frá því í gær að í fyrr­a tóku 9,6 prós­ent íbúa þátt, en núna hafa 9,7 prós­ent greitt at­kvæð­i í þess­um kosn­ing­um um verk­efn­i til fram­kvæmd­a á næst­a ári.

Skipting kosningar eftir hverfum.
Mynd/Reykjavíkurborg

Heild­ar­kosn­ing­a­þátt­tak­a í fyrr­a var 12,3 prós­ent sem þá var töl­u­verð aukn­ing frá ár­in­u á und­an þeg­ar 10,9 prós­ent íbúa í Reykj­a­vík tóku þátt.

Kjör­skrá kosn­ing­ann­a núna tel­ur 108.134 Reyk­vík­ing­a og til að slá fyrr­a met þurf­a 13.300 í­bú­ar að kjós­a. Eins og stað­an er þeg­ar frétt­in er birt hafa alls 13.019 manns kos­ið.

Guð­björg Lára Más­dótt­ir, verk­efn­is­stjór­i fyr­ir Hverf­ið mitt, hvet­ur alla til að kjós­a og stjörn­u­merkj­a sína upp­á­halds hug­mynd, því þann­ig fái hún tvö­falt vægi í taln­ing­u. Hún á­rétt­ar einn­ig að ekki þurf­i að kjós­a fyr­ir alla fjár­hæð­in­a sem birt­ist á vefn­um.

„Kjóst­u ein­ung­is það sem þú raun­ver­u­leg­a vilt sjá verð­a að ver­u­leik­a í þínu hverf­i,“ seg­ir hún.

Verk­efn­in sem kos­in verð­a núna koma til fram­kvæmd­a á næst­a ári. Hægt er að kynna sér kosninguna hér að neðan.