Síðustu þrenn úrslit kosninga til Alþingis hafa verið skökk og árið 2016 var ríkisstjórn my nduð á gr undvelli slík rar skekkju. Í rúm tuttugu ár þar á undan var fjöldi þingmanna hvers þingflokks í samræmi við atkvæðavægi.
Þorkell Helgason, fyrrverandi prófessor í stærðfræði og ráðgjafi stjórnvalda um áratuga skeið, segir að eftir að f lokkum fjölgaði ráði kosningakerfið ekki lengur við að halda jöfnuði milli þingsæta og landsfylgis flokkanna. Miðað við skoðanakannanir undanfarið séu líkur á að skekkjan haldi áfram og geti skipt máli þegar kemur að framtíð ríkisstjórnarinnar, því mjótt virðist á munum milli stjórnar og stjórnarandstöðu
Einfaldasta leiðin til að ná jafnvægi á nýjan leik sé að fjölga jöfnunarsætum og fækka kjördæmissætum á móti.
„Til kosninganna 1987 fékk Framsóknarflokkurinn gjarnan tvo, þrjá eða jafnvel fleiri þingmenn umfram það sem hann átti að fá en í þeim kosningum náðist loksins jöfnuður, en með herkjum. Til og með kosningunum árið 2009 hélst fullur jöfnuður milli flokka,“ segir Þorkell.
Árið 2013 fékk Framsóknarflokkurinn einu þingsæti of mikið á kostnað Pírata og árið 2016 fékk Sjálfstæðisflokkurinn aukamann á kostnað Samfylkingar. Á yfirstandandi þingi hefur Framsóknarflokkurinn haft einum manni of mikið á kostnað Samfylkingar.
„Síðan ég byrjaði í þessu fyrir fjörutíu árum síðan hef ég talað fyrir því að öll þingsæti yrðu jöfnunarsæti,“ segir Þorkell. Það þýði ekki endilega að landið yrði eitt kjördæmi. „Það yrði hægt að útfæra þetta á ýmsan máta, til dæmis þannig að það myndi ekki reyna á jöfnunarákvæðið fyrr en þörf krefur. Kjördæmin fái að ráða eins og kostur er.“
„Ef við viljum hafa atkvæðavægið jafnt þá skulum við sjá til þess að svo sé.“

Þorkell og samstarfsmenn hans í Háskóla Íslands hafa undanfarin ár unnið að hönnun kosningahermis og verður hann gerður opinber á komandi vikum, þó ekki fyrir alþingiskosningar, notendum að kostnaðarlausu.
Tilgangurinn með herminum er að auðvelda ráðamönnum og áhugamönnum að hanna og prófa mismunandi kosningakerfi, svo sem með mismunandi fjölda kjördæma og svo framvegis. Notandinn getur prófað kosningaúrslit, tilbúin eða söguleg, í mismunandi kerfum eða jafnvel sínu eigin.
Í dag eru níu jöfnunarþingsæti á Alþingi og segir Þorkell að ráðamenn hafi verið tregir við að fjölga þeim. Annað sem veldur skekkju er fimm prósenta þröskuldurinn til að hljóta þingsæti. Hann kom inn í löggjöfina um aldamót og tók við af móðurskipsreglunni, þar sem flokkur þurfti að hafa kjördæmakjörinn þingmann til að fá jöfnunarmann.
„Það er pólitískt matsatriði hvort eða hver þröskuldurinn eigi að vera en hann veldur samt reikningslegum vandræðum,“ segir Þorkell og líkir þessu við þröskulda í skattaeða bótakerfum. „Útkoman getur snarbreyst við litla breytingu yfir eða undir þröskuldi. Það er ekki góð stærðfræði!“
Skekkjan í síðustu þrennum alþingiskosningum er ekki mikil miðað við til dæmis Bandaríkin og Bretland, þar sem sigurvegarinn í hverju kjördæmi tekur allt. En meginland Evrópu er frekar það sem Ísland hefur viljað bera sig saman við. „Ef við viljum hafa atkvæðavægið jafnt þá skulum við sjá til þess að svo sé,“ segir Þorkell.