Kosið verður til Alþingis 25. september 2021. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu.

„Kjörtímabilinu líkur náttúrulega ekki fyrr en 28. október og það þarf sérstaka ákvörðun til að flýta kosningum. Ég legg þessa dagsetningu til þannig að við ljúkum kjörtímabilinu hart nær, en tökum tillit til þess að veður og færð spilli ekki kosningaþátttöku,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og bendir á að dæmi séu um að færð hafi spillst þótt ekki sé komið fram í nóvember.

Kollsteypur í fjárlögum ekki fýsilegar

Aðspurð um áhrif kosninga á fjárlagavinnu segir Katrín að umgjörð fjárlagavinnunar hafi breyst mikið með betri langtímaáætlanagerð.

„Ég tel að sú ríkisstjórn sem tekur við eftir kosningar muni hafa nægilegt svigrúm til að setja mark sitt á fjárlög. Það var til dæmis þannig eftir síðustu kosningar að við lögðum fram nýtt fjárlagafrumvarp,“ segir Katrín en hennar ríkisstjórn var ekki mynduð fyrr en 30. nóvember 2017.

„En um leið finnst mér líka, að við ættum að horfa meira til þessarar langtíma stefnumótunar. Ef við lítum til nágrannaríkjanna til dæmis, þá erum við ekki að sjá þar þessar kollsteypur í fjárlögum frá ári til árs og með breyttu fyrirkomulagi við undirbúning fjárlaga erum við að feta okkur í átt að meiri langtímasýn.“

Ég tel að sú ríkisstjórn sem tekur við eftir kosningar muni hafa nægilegt svigrúm til að setja mark sitt á fjárlög

„En um leið finnst mér líka, að við ættum að horfa meira til þessarar langtíma stefnumótunar. Ef við lítum til nágrannaríkjanna til dæmis, þá erum við ekki að sjá þar þessar kollsteypur í fjárlögum frá ári til árs og með breyttu fyrirkomulagi við undirbúning fjárlaga erum við að feta okkur í átt að meiri langtímasýn.“Á íslandi er löng hefð fyrir vorkosningum og ekki augljóst hvernig stjórnmálin feta sig aftur í þann farveg.

Ekkert náttúrulögmál að kjósa á vorin

„Eg er búin að hugsa þetta töluvert og tel að það sé ekkert náttúrulögmál að hafa kosningar að vori. Þetta er kannski bara arfleið gamals tíma og það gæti alveg eins verið farsælla að kjósa að hausti, þá eru skólar að hefjast og þjóðlífið að fara í gang eftir sumarfrí,“ segir Katrín.

Hún hefur þegar rætt við formenn stjórnmálaflokkana um þessa ákvörðun. Formennirnir áttu fund fyrr í þessum mánuði og ræddu helstu sjónarmið um kjördag. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins hefur lýst þeirri skoðun sinni að klára eigi fullt kjörtímabil og kjósa eigi þegar það hefur runnið sitt skeið og Framsóknarmenn vilja líka kjósa í haust.

Formenn flestra stjórnarandstöðuflokkanna hafa hins vegar lagt áherslu á vorkosningar og vísa bæði til hefðar og að einnig þurfi ný ríkisstjórn að hafa nægan tíma til undirbúnings fjármálastefnu og fyrstu fjárlaga.