Skóla- og frí­stunda­ráð Reykja­víkur­borgar hefur sam­þykkt að frá og með haustinu árið 2020 verði þrír grunn­skólar starf­ræktir í norðan­verðum Grafar­vogi en þetta kemur fram í til­kynningu um málið. Borgar­skóli og Engja­skóli verða þá fyrir nem­endur í fyrsta til sjöunda bekk og Víkur­skóli verði sam­einaður ung­linga­skóli fyrir nem­endur í áttunda til tíunda bekk.

Skóla­hald hefur því verið lagt af í Korpu­skóla þar til börnum í Staðar­hverfi sem eru á aldrinum sex til tólf ára hefur fjölgað í 150. Þegar því er náð verður á­kvörðunin um skóla­hald í hverfinu endur­skoðuð í sam­starfi við for­eldra og íbúa.

Mikil óánægja vegna lokunarinnar

Sam­göngu­bætur verða tryggðar til að bæta um­ferðar­öryggi gangandi og hjólandi veg­far­enda og til að bæta tengingu milli hverfa. Meiri­hluti ráðsins vill þó að skóla­hús­næði Korpu nýtist á­fram í skóla- og frí­stunda­starfi og meðal annars verði leitað eftir á­huga um sjálf­stætt starfandi skóla.

Mikil ó­á­nægja er meðal nem­enda í Keldu­skóla Korpu og for­eldra þeirra vegna lokunarinnar en for­eldrar efndu í morgun til mót­mæla vegna hennar en lítið sem ekkert sam­ráð hefur verið haft við íbúa Staðar­hverfis eða nem­enda Korpu­skóla um málið.