Alls hafa 1.772 ný CO­VID-19 smit greinst á Spáni síðast­liðinn sólar­hring sem er það mesta á einum degi síðan í júní­mánuði. Kórónu­veiran sem veldur CO­VID-19 sækir nú í sig veðrið víða.

Í frétt breska blaðsins Guar­dian kemur fram að dauðs­föll á Spáni af völdum CO­VID-19 séu nú 28.499.

Fjölgun til­fella hefur orðið til þess að far­þegar sem ferðast frá Spáni þurfa nú víða að fara í sótt­kví. Nú síðast greindu yfir­völd í Sviss frá því að far­þegar frá Spáni þyrftu að fara í 10 daga sótt­kví við komuna til landsins. Þetta á þó ekki við um þá sem koma frá Kanarí­eyjum eða Mall­or­ca.

Áður höfðu Bret­land, Ír­land og Noregur til­kynnt að far­þegar frá Spáni þyrftu að fara í sótt­kví.