Kórónu­veiru­smit í Bret­landi halda á­fram að hækka á milli vikna en rúm­lega 119 þúsund manns greindust með veiruna síðast­liðna viku sem er hækkun úr 110 þúsund manns vikuna áður. Þetta kemur fram í frétt BBC.

Hag­stofa Bret­lands á­ætlar að um 1 af hverjum 540 Bretum eru með veiruna um þessar mundir. Delta-af­brigði veirunnar, sem er meira smitandi, virðist vera leika Breta grátt en nærri öll smitin í Bret­landi á síðustu dögum eru tengd af­brigðinu.

Norð­vestur hluti Eng­lands hefur hæsta smit­hlut­fallið en þar er talið að 1 af hverjum 180 séu smitaðir.

Forsíða Evening Standard í Bretlandi þar sem kemur fram að ferðamenn verði skikkaðir á farsóttarhótel við komuna til landsins.
Ljósmynd/AFP

Bólu­efni virka gegn Delta-af­brigðinu

Heil­brigðis­yfir­völd í Bret­landi hafa gefið það út að þrátt fyrir að Delta-af­brigðið virðist vera meira smitandi virka bólu­efni við veirunni jafn vel á það og önnur af­brigði veirunnar.

Af þeim 806 manns sem sem enduðu á spítala með Delta-af­brigðið á tíma­bilinu 1. Febrúar til 14. júní voru 527 af þeim óbólu­settir sem er ríf­lega 65 prósent.

Alls voru 135 (17%) manns búnir að fá einn skammt af bólu­efni og 84 (10%) voru búnir að fá seinni skammtinn.

Eins og greint hefur verið frá í fjöl­miðlum veita bólu­efni ekki 100% vörn gegn veirunni en líkurnar á því að smitast og veikjast al­var­lega minnka um 75% og um 90% eftir seinni skammtinn.

Alls hafa 73 ein­staklingar látist innan við 28 daga frá því að hafa smitast af Delta-af­brigðinu.