Kórónu­veiran, sem veldur öndunar­færa­sjúk­dómnum CO­VID-19, er að dreifast hraðar um þessar mundir en nokkru sinni fyrr. Ný smit eru nú yfir 100.000 á dag á hverjum degi.

Tvisvar sinnum fleiri lönd til­kynna um fjölgun á smitum en til­kynna hnignun á smitun, sam­kvæmt gagna­söfnun New York times. Í frétt New York Times um málið kemur fram að þessi fjölgun er að eiga sér stað vegna þess að sjúk­dómurinn er að ná festu í Suður-Ameríku, Afríku, Asíu og Mið-Austur­löndum.

Á síðastliðinn sunnudag voru 134,064 ný smit tilkynnt á einum degi sem er met­fjöldi frá því að far­aldurinn hófst. Yfir 6,3 milljón stað­fest smit eru nú á heims­vísu og hafa 380,000 manns látið lífið.

Sam­kvæmt frétta­flutningi NYT má heim­færa þessa aukningu að hluta til á betri skimanir eftir sjúk­dómnum. Hins vegar er veiran ný­til­kominn í mörgum löndum og hefur verið að dreifast hratt.

Brasilía er meðal þeirra landa sem hafa verið að sjá tvö­földun í nýjum smitum á tveggja til þriggja vikna fresti en á þriðju­daginn fór fjöldi látinna þar í landi vegna CO­VID-19 yfir 30,000.

Yfir 170,000 virk smit eru í Perú um þessar mundir hafa 14,000 manns látið lífið. Yfir 35,000 smit hafa verið til­kynnt í Suður-Afríku og þá eru 55,000 smit í Bangla­desh.

Stund milli stríða í kirkjugarðinum Villa Formosa í Brasilíu.
Ljósmynd/EPA