Yfir­völd í New York hafa miklar á­hyggjur af þétt­leika borgarinnar í bar­áttunni við kóróna­veiruna. Gripið hefur verið til svipaðra að­gerða í New York og öðrum borgum heimsins; skólum og öðrum stofnunum hefur verið lokað og fólk hvatt til að halda sig heima við. Margir óttast þó að slíkar að­gerðir dugi skammt í þétt­býlinu í New York.

Nú eru skráð til­felli kóróna­verunnar í New York borg orðin 15.597 talsins. Fjöldi smitaðra miðað við höfða­tölu er nú hærri í New York en á Ítalíu, þar sem veiran hefur komið einna harðast niður.

New York er fjöl­mennasta borg Banda­ríkjanna og sú lang þétt­býlasta, með um 11.000 íbúa á hvern fer­kíló­metra. Til saman­burðar er sú næst þétt­býlasta, San Fransisco, með rúm­a­lega 6.600 íbúa á hvern fer­kíló­metra. Í New York er mikið um stórar í­búðar­blokkir og al­mennings­rými, til að mynda neðan­jarðar­lestar­kerfi, leik­velli og torg sem alla jafna eru krökkt af fólki.

„Þétt­leiki er veru­legur ó­vinur í að­stæðum sem þessum,“ segir, Dr. Ste­ven Goodman, far­sótta­fræðingur við Stan­ford-há­skóla. Á fjöl­förnum stöðum, þar sem fólk er í nánu sam­neyti hvort við annað, dreifir veiran sér hraðar.

Almenningssamgöngur hluti af skýringunni

Vandi New York borgar kemur vel ljós þegar hún er borin saman við næst ­stærstu borg Banda­ríkjanna, Los Angeles, sem er tals­vert strjál­býlli, með rétt tæp­lega 3.000 manns á fer­kíló­metra. Þar eru skráð til­felli ekki nema 669 talsins.

Í næst ­stærstu borg Banda­ríkjanna, Los Angeles, eru skráð til­felli ekki nema 669 talsins.
Fréttablaðið/Getty

Dr. Lee Ril­ey, prófessor í smit­sjúk­dómum við Berkel­ey há­skóla segir að það stafi af því að í­búar Los Angeles sé dreifðari. „Fólkið þar notar bíla en al­mennings­sam­göngur eru hræði­legar. Í New York er neðan­jarðar­lesta­kerfi, strætis­vagnar, Time Square og fólk býr þröngt í í­búðar­blokkum, “ segir Riley.

Á venjulegum virkum degi í New York nota um 5 milljónir manna neðan­jarðar­lestar­kerfið í New York. Ár­lega heim­sækja um 40 milljón manns Time Square torgið.

Dr. De­borah L. Birx, sam­hæfingar­full­trúi Hvíta hússins í mál­efnum kóróna­far­aldsins beindi orðum sínum sér sér­stak­lega til New York-búa í yfir­lýsingu sinni í gær. ,,New York-búar þurfa öðrum fremur að passa bil á milli sín og annarra og halda sig í ein­angrun."

New York times segir frá.