Co­vid-19 smit hefur greinst á hjarta­deild Land­spítalans og hefur deildinni því verið lokað fyrir gestum, í það minnsta í kvöld. Þetta stað­festi Land­spítalinn í sam­tali við Frétta­blaðið.

Ljóst er að ein­staklingar sem liggja inni á deild 14EG í Hjarta­deild eru í aukinni hættur á að veikjast al­var­lega smitist þau af kóróna­veirunni.

Ekki er búið að upp­lýsa hvort smit hafi borist á deildina með starfs­fólki, sjúk­lingum eða að­stand­endum. Þá hefur heldur ekki komið fram hvort sjúk­lingar og starfs­fólk á deildinni þurfi að sæta sótt­kví vegna smitsins.