Covid-19 smit hefur greinst á hjartadeild Landspítalans og hefur deildinni því verið lokað fyrir gestum, í það minnsta í kvöld. Þetta staðfesti Landspítalinn í samtali við Fréttablaðið.
Ljóst er að einstaklingar sem liggja inni á deild 14EG í Hjartadeild eru í aukinni hættur á að veikjast alvarlega smitist þau af kórónaveirunni.
Ekki er búið að upplýsa hvort smit hafi borist á deildina með starfsfólki, sjúklingum eða aðstandendum. Þá hefur heldur ekki komið fram hvort sjúklingar og starfsfólk á deildinni þurfi að sæta sóttkví vegna smitsins.