Innlent

Kópavogur hafnaði brettagarði Steinars í Kúkú

Athafnamaðurinn og brettadellukarlinn Steinar Lár, stofnandi og eigandi KúKú Campers, setti fram tillögu um hjólabrettagarð á Kársnesi í Kópavogi í íbúaverkefninu Okkar Kópavogur. Tillagan naut mikilla vinsælda en var hafnað hjá bænum.

Steinar Lár var tilbúinn til þess að leggja fram fimm milljónir svo hugmynd hans um brettagarð í Kársnesi mætti verða að veruleika. Fréttablaðið/Daníel

Hugmynd Steinars Lár um hjólabrettagarð í Kársnesi naut mikilla vinsælda í íbúakosningu í verkefninu Okkar Kópavogur, samráðsverkefni íbúa og bæjarins um forgangsröðun og úthlutun fjármagns til smærri nýframkvæmda- og viðhaldsverkefna í bænum. 

Steinarr bauðst til þess að leggja fram 5 milljónir króna með brettagarðinum eða helmingi af áætluðum kostnaði við uppsetningu garðsins. Honum þótti því súrt í broti að bærinn hafnaði verkefninu og telur sig ekki hafa fengið fullnægjandi skýringar á ástæðunni.

„Ég er uppalinn í Kópavogi og hef verið brettamaður alla mína tíð. Ég er margfaldur Íslandsmeistari á snjóbrettum en eyði núna mestum tíma í brimbrettin,“ segir Steinarr Lár. „Dætur mínar þrjár stunda allar hjóalbretti og við fjölskyldan njótum þess að leika okkur saman.“

Steinarr segist upphaflega hafa ætlað sér að setja brettagarðinn upp heima hjá sér. Á stórri lóð sem hann á á Kársnesi. „Mér fannst svo meira spennandi að leyfa krökkunum í nágrenninu að njóta þessa með okkur.“

Steinarr ákvað því að kanna möguleika á því að fá lóð hjá Kópavogsbæ undir garðinn. „Ég hugðist sjá um framkvæmdina og kosta hana úr eigin vasa en mér var bent á að skjóta þessari hugmynd í gegnum vefinn Okkar Kópavogur.“

Brettapabbinn Steinarr Lár með dætrunum sem allar eru snjallar á hjólabrettunum.

“Ég viðraði hugmyndina þar og mér til mikillar ánægju fékk miklar undirtektir.“ Lengra komst Steinarr ekki með hugmyndina. „Ég ræddi við starfsmann sem leiðir verkefnið, færði rök fyrir hugmyndinni og gerði grein fyrir vilja mínum til þess að aðstoða við framkvæmdina bæði hvað varðar hönnun, uppsetninguna og reksturinn á svæðinu.“

Steinarr lofaði einnig að styrkja verkefnið um fimm milljónir í gegnum fyrirtæki sitt, KúKú Campers ehf. „En þrátt fyrir mikinn meðbyr og loforð mitt um að standa undir 50% af framkvæmdarkostnaði komst hugmyndin ekki áfram. Rökstuðningurinn var sá að hugmyndin félli ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins. Ekki var gert frekari grein fyrir því hvernig hugmyndin gangi gegn skilyrðum.“

Sigríður Björg Tómasdóttir, upplýsingafulltrúi Kópavogsbæjar segir villandi að tala um að hugmyndin hafi farið í kosningu. Hún hafi verið lögð fram á hugmyndavef verkefnisnins þar sem margir tóku henni vel en margir hafi einnig lagst gegn henni. Þær hugmyndir sem fengu brautargengi hjá matshóp, sem hafði það hlutverk að fara yfir innsendar hugmyndir út frá skilyrðum verkefnisins, hafi síðan farið í kosninguna sem er nýlokið. „Þess má geta að alls bárust nær 400 hugmyndir inn og ekki allar sem uppfylltu skilyrði komust áfram.“ 

Steinarr segir allt jákvætt við slíkan garð sem auðveldi krökkum að stunda ódýrar íþróttir og útivist, ekki síst í ljósi þess að sumar fjölskyldur hafi varla ráð á að borga fyrir skipulagðar íþróttaæfinga barna. „Mér finnst mjög mikilvægt að við sem samfélag veitum öllum aðgengi að hreyfingu og skemmtun.  Hjóalbretti, BMX og línuskautar eru reglulega holl hreyfing sem er börn, unglingar og fullorðnir stunda.“

Steinarr og dætur hans eru öll með brettadellu á háu stigi.

Steinarr segir hjólabrettafólk hafa verið á hrakhólum alla sína tíð. „Bæði Grænland og Færeyjar státa af glæsilegum brettagörðum og segja má að slíkir garðar séu nú hluti af skipulagi allra þéttbýliskjarna í gervallri Evrópu og Ameríku. Brettagarðar hafa notið vinsælda í litlum bæjarfélögum á Íslandi eins og til dæmis í Sandgerði.

Ég fæ ekki betur séð en að viðbrögðin hafi sýnt að vilji Kópavogsbúa sé skýr. Þörfin er til staðar og fyrir liggur skriflegt boð um fjárstuðning. Þannig að ég hvet bæjaryfirvöld til þess að taka þetta mál til endurskoðunar. 

Fimm milljónir eru auðvitað miklir peningar fyrir mér en hér er verið að fjárfesta í gleði og heilsu. Í samveru og öryggi. Það er óboðlegt að börn séu úti á götum að leika sér á hjólabrettum og línuskautum þannig að við verðum hreinlega að finna þessum íþróttum öruggan framtíðarstað.“

Í verkefninu Okkar Kópavogur fóru 20 hugmyndir frá hverju hverfi í kosningu, tíu frá íbúafundi sem haldinn var í hverfinu og tíu valdar af matshópi, skipuðum starfsfólki bæjarins. Alls voru því 100 hugmyndir í kosningu. 200 milljónum verður varið til framkvæmda. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Vilja hætta að nafn­greina saka­menn í dómum

Innlent

Senni­legt að gjald­takan hafi verið ó­lög­mæt og ó­hóf­leg

Innlent

Ung kona fannst látin á Akureyri: Einn handtekinn

Auglýsing

Nýjast

Stórhættulegur fellibylur stefnir hratt á Mexíkó

Morðið bæði grimmilegt og þaulskipulagt

Innkalla lakkrís súkkulaði

Segir Brexit-samkomulag nánast í höfn

Hótar að skera niður fjár­hags­að­­stoð til þriggja ríkja

Bretar banna plaströr og eyrnapinna

Auglýsing