Kópa­vog­svær upp­fyllir ekki laga­legar skyldur sínar um jafn­réttis­sjónar­mið í þremur nefndum og ráðum á vegum bæjar­stjórnar. Þetta kemur fram í svari Auðar Kol­brár Birgis­dóttur lög­fræðings vel­ferða­sviðs Kópa­vogs­bæjar við fyrir­spurn Sigur­bjargar Erlu Egils­dóttur bæjar­full­trúa Pírata í Kópa­vogi.

Sigur­björg greinir frá þessu sjálf á Face­book, en þar sem hún að minni­hlutinn í Kópa­vogi hafi strax gert at­huga­semd, þegar bæjar­stjórn Kópa­vogs skipaði full­trúa í nefndir og ráð á sínum fyrsta fundi síðasta sumar. Meiri­hluti Fram­sóknar­flokksins og Sjálf­stæðis­flokksins virðast ekki hafa að­hafast frekar í málinu.

Sam­­kvæmt á­­kvæði sveitar­­stjórnar­laga, sem tekur á fram­lagningu lista við hlut­­falls­­kosningu, á að minnsta kosti einn af hvoru kyni að vera á lista ef velja á tvo eða þrjá full­­trúa í nefnd. Ef velja á fjóra eða fimm full­­trúa eiga að minnsta kosti tveir af hvoru kyni að vera á lista, og ef velja á sex til átta í nefnd skulu að minnsta kosti þrír af hvoru kyni vera á lista.

Í svari lög­fræðings vel­ferða­sviðs við fyrir­spurn Sigur­bjargar kemur fram að kynja­hlut­fall í nefndum og ráðum á vegum Kópa­vogs­bæjar sé nánast jafnt. 47,9 prósent nefndar­full­trúa eru konur og 52,1 prósent karlar, en enginn full­trúi er með kyn­hlut­lausa skráningu

„Flestar nefndir eru með jafn kynja­hlut­fall innan­borðs en nokkrar skera sig út: hafnar­stjórn, jafn­réttis- og mann­réttinda­ráð, skipu­lags­ráð, þegar litið er til aðal og vara­manna saman en stenst kröfur þegar einungis aðal­menn eru taldir, og um­hverfis- og sam­göngu­nefnd,“ segir í svarið lög­fræðings.

Á Face­book segir Sigur­björg að nú sé hálft ár liðið síðan minni­hlutinn mót­mælti kynja­hlut­falli í nefndum og ráðum bæjarins, en engar breytingar hafa verið gerðar.

„Við í minni­hluta­flokkunum gætum alltaf að þessu við skipan okkar fólks en það er ekki að heyra á full­trúum Sjálf­stæðis­flokks og Fram­sóknar að þau hafi hug á að leið­rétta sinn hlut. Enda þarf ekkert að fram­fylgja lögum nema eftir því sem hentar hverju sinni, eða hvað?,“ segir Sigur­björg.

Ekki náðist í Ás­dísi Kristjáns­dóttur bæjar­stjóra Kópa­vogs, við vinnslu fréttarinnar.