Í fyrsta þætti Verbúðarinnar má sjá karakter Nínu Daggar Filippusdóttur, Hörpu, bera fram kleinur og kaffi fyrir karla sem mæta á fund í bæ fyrir vestan og reyna að semja um kaup á togara. Harpa sækir þó fljótt í sig veðrið og verður stór þáttur í útgerð bæjarins.

„Hún varð því sérstaklega áhugaverð, umræðan um hvort það sé trúverðugt eða ekki að konan með nýsteiktu kleinurnar geti tekið yfir heila útgerð, en ég held að það séu nú samt fæstir sem raunverulega beri slíkt fyrir sig,“ segir Nína.

„Þarna sýnum við að þó að konan læðist um og hafi kannski ekki mikið vald til að byrja með, þá er hún engin písl þegar til kastanna kemur,“ segir Nína.

„Það þarf nú ekki að leita í fantasíuna til þess að finna konu sem varð umfangsmikil í íslenskum sjávarútvegi,“ segir Gísli Örn Garðarsson.leikari og eiginmaður Nínum sem einnig fer með hlutverk í verbúðinni. „Guðrún Lárusdóttir var húsmóðir sem stofnaði Stálskip í Hafnarfirði ásamt eiginmanni sínum Ágústi Sigurðssyni. Þau keyptu og gerðu upp gamlan togara og urðu eitt öflugasta útgerðarfyrirtæki landsins,“ bætir hann við.

„Sagan okkar er dæmisaga. Dæmisaga um vinahóp sem er staddur á tímamótum þegar hugmyndin eða þörfin fyrir kvótakerfið verður til. Og saga þessa vinahóps eins og hún birtist í Verbúðinni hefði vissulega getað átt sér stað á þessum árum,“ segir Gísli Örn.