Gígja Skúla­dóttir segir að rann­sókn yfir­valda á með­ferð barna á með­ferðar­heimilunum að Lauga­landi og Varp­holti hafi verið eyði­lögð eftir að hún upp­lifði smánun, hundsun og að hún hafi ekki skipt neinu máli við gerð skýrslunnar.

Gígja er meðal fjölda kvenna sem voru vistaðar á heimilinu þegar það var starf­rækt og steig fram í við­tali við Stundina á síðasta ári.

Fyrr í vikunni var til­kynnt að von er á skýrslu Gæða- og eftir­lits­stofnunar (GEV) um með­ferðar­heimilið um miðjan mánuðinn en það hafa verið miklar tafir á út­gáfu skýrslunnar. GEV var falið í febrúar á síðasta ári af þá­verandi fé­lags- og barna­mála­ráð­herra að rann­saka hvort og þá í hvaða mæli börn sem vistuð voru á með­ferðar­heimilinu Varp­holti/Lauga­landi á árunum 1997 til 2007 hafi sætt illri með­ferð, and­legu eða líkam­legu of­beldi meðan á dvöl þeirra á með­ferðar­heimilinu stóð. Þá stóð til að skýrslan yrði til­búin um ára­mót.

Vonbrigði að lesa um skýrsluna á vefnum

Gígja las fyrst um útgáfu skýrslunnar á vef GEV en segir að Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri hennar, hafi á mánudag einnig sent henni póst með tengli á sömu frétt og hún hafði lesið.

Hún segir að það hafi verið mikil von­brigði að lesa um þetta á vef stofnunarinnar því að henni og öðrum konum sem voru vistaðar á heimilunum hafi í­trekað verið lofað að þeim yrði til­kynnt um það hve­nær skýrslan kæmi út fyrst. Hún sé þó sátt með að hafa fengið póstinn en eftir stendur samt sem áður að í gegnum allt ferlið var erfitt fyrir hana og aðrar konur að fá nokkrar upplýsingar um stöðu skýrslunnar eða útgáfu hennar og segir Gígja að þeim hafi mörgum liðið eins og það hafi verið að hundsa þær.

Spurð hvort með hafi fylgt boð á kynningu á niðurstöðum og innihaldi skýrslunnar segir Gígja að það hafi ekki fylgt pósti Herdísar.

Þögn og hundsun

„Þessir mánuðir af bið hafa ein­kennst af þögn og hundsun af hálfu nefndarinnar, gagn­vart okkur konunum sem vistaðar vorum þarna. Í­trekaðar fyrir­spurnir okkar hafa hrein­lega verið hundsaðar og þeim ekki svarað. En í þeim undan­tekningar til­fellum sem við náðum að kreist ein­hver svör, (þá yfir­leitt með því að fara með málið í fjöl­miðla) hafa svörin verið form­leg og ó­per­sónu­leg, okkur gefnar litlar sem engar upp­lýsingar um stöðuna og engar hald­bærar skýringar fyrir margra mánaða töfum á skilunum. Skila­boðin sem fólust í því að svara okkur ekki eða sam­skipta­leysinu og þeirra af­stöðu að halda okkur ekki upp­lýstum er bara hægt að túlka á eina vegu, rann­sókn komi okkur ekki við,“ segir Gígja í færslu á Face­book-síðu sinni sem hún birti í gær.

Þar bendir hún á mis­ræmi sem á verk­lagi þessarar rann­sóknar­nefndar og annarrar nefndar sem hefur rann­sakað að­búnað og með­ferð full­orðins fólks með þroska­hömlun og fólks með geð­rænan vanda en í skýrslu starfs­hóps þeirrar nefndar sem kom út í maí á þessu ári þar stendur:

„Virk þát­taka, sam­ráð og gagn­sæi eykur traust og færir eignar­haldið á rann­sókninni til fatlaðs fólks. Það er mjög mikil­vægt að rann­sóknin sé þeirra, að það sé verið að taka saman og miðla þekkingu þess (ekki ó­fatlaðs fólks) og að það sjái á­vinning í því að taka þátt í rann­sókninni. Rann­sóknin verður að vera hrein­skiptin og viður­kenning á því sem undan er gengið og gefa fyrir­heit um um­bætur.”

Í öllu þessu ferli fannst nefndinni það aldrei vera mikil­vægt að upp­lýsa okkur að fyrra bragði þegar tíma­setningar stóðust ekki hvað þá um á­stæður tafanna.

Reið yfir misræmi

Gígja segir að hún sé reið yfir þessu mis­ræmi og að hafa þurft að lesa um það á heima­síðu GEV að skýrsluna ætti bráð­lega að af­henda ráð­herra.

„Af hverju er ég leið fyrst að loksins verður skýrslan af­hent ráð­herra og hún gerð opin­ber? (en ekki var hægt að gefa okkur þær upp­lýsingar hvort hún yrði á annað borð gerð opin­ber eða að við fengum að sjá hana. Af því sigurinn í bar­áttunni fólst ekki síður í því þegar ís­lenska ríkið sam­þykkti á Al­þingi að mál okkar yrði tekið fyrir og rann­sakað. Við fengum loksins rödd og það var hlustað á okkur eftir öll þessi ár,“ segir hún í færslu sinni.

Þar segir hún einnig að fyrst, eftir að loks var til­kynnt um gerð skýrslunnar, eftir þrá­lát skila­boð frá yfir­völdum um að ekkert yrði af henni, hafi henni liðið eins og hún og aðrar konur sem voru vistaðar á heimilunum myndu frá upp­reisn æru og að þær skiptu máli.

„Þetta ferli hófst með fullu trausti gagn­vart þeim sem komu að rann­sókninni. En síðan kom að þeim tíma­mótum að skýrslunni átti að vera skilað, ekkert gerist, ekkert heyrist frá þeim. Eftir í­trekaðar fyrir­spurnum var okkur sagt að skilunum frestaðist, og þetta hefur svo endur­tekið sig í sí­fellu í níu mánuði. Í öllu þessu ferli fannst nefndinni það aldrei vera mikil­vægt að upp­lýsa okkur að fyrra bragði þegar tíma­setningar stóðust ekki hvað þá um á­stæður tafanna. Virk þátt­taka, sam­ráð, gagn­sæi til þess að auka traust og færa eignar­haldið á rann­sókninni til okkar átti ekki við um okkar rann­sókn, líkt og í þeirra rann­sókn sem ég vitnaði í hér að ofan,“ segir Gígja í færslunni sinni og að hún skilji ekki hvernig tvær rann­sóknir sem fram­kvæmdar eru á sama tíma séu með svo ó­líkt verk­lag.

Vildu meira gagnsæi og betri miðlun upplýsinga

„Ég skrifaði þessa færslu út frá mér en svo höfðu þær Dag­ný, Hrafn­hildur, Alexandra, Anna, Brynja og Kol­brún sam­band og vildu að ég taggaði þær. Því þær eru sam­mála þessu. Þetta ferli er búið að vera svo erfitt og það er svo leiðin­legt að hugsa til þess því það hefði þarft svo lítið til að gera það „smooth““ segir Gígja og að það hefði allt verið miklu auð­veldara ef að þeim hefði verið út­hlutaður ein­hver tals­maður eða starfs­maður sem hefði séð um að miðla til þeirra upp­lýsinga og um að taka á móti fyrir­spurnum frá þeim.

Í stað þess hafi þær fengið mis­vísandi upp­lýsingar frá ó­líkum starfs­mönnum og hafa í­trekað þurft að ganga á eftir upp­lýsingum um hvort út­gáfu skýrslunnar yrði frestað.

„Dá­lítið eins og þetta komi okkur ekki við,“ segir Gígja og að hún sakni þess að það hafi ekki verið sam­ráð eða gagn­sæi.

„Mér finnst svo skrítið að það sé himinn og haf á milli þessara tveggja rann­sóknar­nefnda, sem þó báðar starfa á vegum ríkisins að rann­saka of­beldi á stofnunum.“

Þú segir í færslunni að þetta hafi eyði­lagt rann­sóknina fyrir þér?

„Já, svo þetta yrði besta rann­sókn og besta niður­staða sem við gætum hugsað okkur þá er ekki sann­færandi að svo verði miðað við hvernig sam­skiptin hafa verið við okkur.“

Þannig niður­staðan er þá kannski ekki trú­verðug, því þið hafið ekki tekið þátt?

„Mér finnst bara búið að sýna okkur van­virðingu allan tímann, yfir allt ferlið.“

Heldurðu að það þurfi að gera nýja rann­sókn?

„Nei alls ekki, ég myndi varla nenna að standa í því en það sem mér finnst er að ef það koma upp önnur svona mál, sem er lík­legt að gerist, þá þarf að ramma betur þessa hluti inn,“ segir Gígja og á við sam­skipti við þá sem skýrslan fjallar um.

Meðferðarheimilið að Laugalandi

Ekki hægt að fá sálfræðiaðstoð

Annað sem hún er mjög gagn­rýnin á er að þeim hafi ekki verið boðin sálfræðiað­stoð eftir að þær komu í við­tal og ræddu sína reynslu við nefndina.

„Okkur var sagt að það væri ekki hægt að veita okkur slíka að­stoð fyrr en niður­staða nefndarinnar liggur fyrir. Sem er alveg fá­rán­legt,“ segir Gígja sem leggur ekki mikla trú á það að hefði ekki verið hægt að að­stoða þær við það.

„Ég er kannski mjög nei­kvæð núna en ég held að það hefði verið svo auð­velt fyrir þau að bæta upp­lýsinga­flæði. Í grunninn snýst þetta bara um virðingu við fólk,“ segir hún að lokum.